Telja aukna skatta á stóriðju brot á samkomulagi 10. ágúst 2011 06:00 Unnið er að tillögum um aukna skatta á stóriðju og banka og að auka tekjur af veiðileyfagjaldi. Samtök iðnaðarins segja það brot á samkomulagi um skattaumhverfi sem gert var árið 2009. Úr álverinu í Straumsvík. fréttablaðið/valli Forsvarsmönnum iðnaðarins, stóriðjufyrirtækja og samtaka fjármálastofnana hugnast illa hugmyndir ríkisstjórnarinnar um aukinn skatt á greinarnar. Þeir benda á að álögur hafi nýlega verið hækkaðar og telja hugmyndirnar brot á samkomulagi. „Ég bendi á að það er þegar kominn á sérstakur skattur á bankakerfið sem er orðinn töluvert hár," segir Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálastofnana. Hann vill þó ekki tjá sig frekar um tillögurnar fyrr en þær liggi skýrar fyrir. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir ríkisstjórnina hafa gert fjárfestingarsamninga við stóriðjuna og frekari álögur væru brot á þeim samningum. Stjórnin hafi þegar farið út fyrir þá samninga með orkuskatti og kröfu um sérstaka eingreiðslu. „Samningurinn er staðfestur af Alþingi og mér finnst það mjög merkilegt fyrir ríkisstjórn ef hún vill láta það spyrjast um sig að hún brjóti samninginn aftur." Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, segist vilja sjá hugmyndirnar útfærðar áður en hann tjáir sig um þær efnislega. Hann bendir þó einnig á orkuskattinn sem sé íþyngjandi. „Álverið í Straumsvík, sem er minnsta álverið hér á landi, er að borga eina milljón á dag í nýjan orkuskatt. Okkur finnst við því hafa lagt okkar til samfélagsins eftir hrun." Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, bendir á að gert hafi verið sérstakt samkomulag sem gerði ráð fyrir óbreyttu skattaumhverfi í stóriðjunni næstu árin. „Það var gert sérstakt samkomulag í árslok 2009 þegar settur var á sérstakur orkuskattur, að orkutengdur iðnaður fyrirframgreiddi talsvert mikinn skatt gegn því að hann héldist með ákveðnum hætti. Þetta var aftur staðfest í árslok 2010 þegar orkutengdu fyrirtækin voru að gera fjárfestingaráætlanir. Þá viðurkenndi fjármálaráðherra að þetta samkomulag væri í fullu gildi. Ef að á svo núna að fara að falla frá þessu samkomulagi þá eru það mjög vondar fréttir." Ríkisstjórnin hyggst minnka fjárlagahallann um 14 milljarða með sköttum á fjármálafyrirtæki og stóriðju, auk þess sem veiðigjald á að skila auknum tekjum í ríkissjóð. Að auki verður skorið niður um aðra 14 milljarða í ríkisrekstrinum. Þá boðuðu forystumenn ríkisstjórnarinnar í gær að eignir yrðu seldar, þar á meðal hlutir í Arion banka og Íslandsbanka og hugsanlega lítill hlutur í Landsbankanum. kolbeinn@frettabladid.isguðjón rúnarssonTÓMAS MÁR SIGURÐSSON Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Forsvarsmönnum iðnaðarins, stóriðjufyrirtækja og samtaka fjármálastofnana hugnast illa hugmyndir ríkisstjórnarinnar um aukinn skatt á greinarnar. Þeir benda á að álögur hafi nýlega verið hækkaðar og telja hugmyndirnar brot á samkomulagi. „Ég bendi á að það er þegar kominn á sérstakur skattur á bankakerfið sem er orðinn töluvert hár," segir Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálastofnana. Hann vill þó ekki tjá sig frekar um tillögurnar fyrr en þær liggi skýrar fyrir. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir ríkisstjórnina hafa gert fjárfestingarsamninga við stóriðjuna og frekari álögur væru brot á þeim samningum. Stjórnin hafi þegar farið út fyrir þá samninga með orkuskatti og kröfu um sérstaka eingreiðslu. „Samningurinn er staðfestur af Alþingi og mér finnst það mjög merkilegt fyrir ríkisstjórn ef hún vill láta það spyrjast um sig að hún brjóti samninginn aftur." Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, segist vilja sjá hugmyndirnar útfærðar áður en hann tjáir sig um þær efnislega. Hann bendir þó einnig á orkuskattinn sem sé íþyngjandi. „Álverið í Straumsvík, sem er minnsta álverið hér á landi, er að borga eina milljón á dag í nýjan orkuskatt. Okkur finnst við því hafa lagt okkar til samfélagsins eftir hrun." Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, bendir á að gert hafi verið sérstakt samkomulag sem gerði ráð fyrir óbreyttu skattaumhverfi í stóriðjunni næstu árin. „Það var gert sérstakt samkomulag í árslok 2009 þegar settur var á sérstakur orkuskattur, að orkutengdur iðnaður fyrirframgreiddi talsvert mikinn skatt gegn því að hann héldist með ákveðnum hætti. Þetta var aftur staðfest í árslok 2010 þegar orkutengdu fyrirtækin voru að gera fjárfestingaráætlanir. Þá viðurkenndi fjármálaráðherra að þetta samkomulag væri í fullu gildi. Ef að á svo núna að fara að falla frá þessu samkomulagi þá eru það mjög vondar fréttir." Ríkisstjórnin hyggst minnka fjárlagahallann um 14 milljarða með sköttum á fjármálafyrirtæki og stóriðju, auk þess sem veiðigjald á að skila auknum tekjum í ríkissjóð. Að auki verður skorið niður um aðra 14 milljarða í ríkisrekstrinum. Þá boðuðu forystumenn ríkisstjórnarinnar í gær að eignir yrðu seldar, þar á meðal hlutir í Arion banka og Íslandsbanka og hugsanlega lítill hlutur í Landsbankanum. kolbeinn@frettabladid.isguðjón rúnarssonTÓMAS MÁR SIGURÐSSON
Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira