Viðskipti innlent

Óbreytt lánshæfismat

Mynd/Stefán
Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hyggst ekki breyta lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins en horfur er áfram neikvæðar. Þetta kemur fram í árlegri matsskýrslu fyrirtækisins um Ísland. Skýrslan er gefin út í kjölfar reglulegrar heimsóknar sérfræðinga Moody´s til landsins og felur líkt og áður sagði ekki í sér breytingu á lánshæfismati.   

Fram kemur í í skýrslunni að verulegur árangur hafi náðst. Endurreisn hagkerfisins miði vel áfram, þar á meðal að ná tökum tökum á ríkisfjármálunum. Efnahagsbatinn verði hófsamur og velti einkum á útflutningi og fjárfestingum. Þá telur matsfyrirtækið þörf á að draga úr gjaldeyrishöftum.

Skýrslu Moody´s er hægt að lesa á ensku hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×