Glitnir ábyrgðist sölu nýrra stofnfjárbréfa Helga Arnardóttir skrifar 23. janúar 2011 19:31 Glitnir samdi við BYR 2007 um að bankinn ábyrgðist sölu á nýjum stofnfjábréfum í sparisjóðnum fyrir allt að 30 milljarða króna. Ef Byr hefði ekki tekist að selja almenningi bréfin hefði Glitnir sjálfur þurft að greiða milljarðana þrjátíu, með tilheyrandi lækkun á eiginfjárhlutfalli sínu. Glitnir lánaði nokkur hundruð stofnfjáreigendum Byrs og Sparisjóðs Norðurlands í stofnfjárútboðum sjóðanna í lok árs 2007 fyrir rúmlega tíu milljarða króna. Þrír stofnfjáreigendur voru fyrir helgi sýknaðir af greiðslukröfum Íslandsbanka í Héraðsdómi og bera því ekki persónulega ábyrgð á þeim lánum sem þeir fengu. Í dómunum kemur fram að Glitnir virðist hafa lánað til fólks án nokkurrar skoðunar í þessum útboðum. Skipti þar engu hvort um var að ræða börn eða háaldraða, nýstofnuð eignalaus einkahlutafélög með takmarkaða ábyrgð, eða jafnvel fólk á vanskilaskrá. En af hverju var bankanum svona mikið í mun að veita lánin með þessum hætti? „Það kom í ljós að Glitnir var með sölutryggingu og hafði skuldbundið sig til að sölutryggja útboðið hjá Byr fyrir allt að 30 milljarða króna og það skipti auðvitað miklu máli hvort hann þyrfti að efna þá skyldu eða ekki. Ef hann hefði staðið frammi fyrir því að kaupa allt stofnféð þá hefði hann hugsanlega verið að fara gegn ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki og hefði þurft að afla samþykkis Fjármálaeftirlitsins. Auk þess hefðu stórfelld kaup hans á stofnfé haft áhrif á eiginfjárhlutfall bankans. Við það hefði staða bankans breysta á almennum lánamarkaði," segir Hróbjartur Jónatansson lögmaður hóps stofnfjáreigenda í Byr. Áður en til málaferlanna kom hafði Íslandsbanki í tvígang neitað að gerður hafði verið sölutryggingarsamningur við Byr í bréfum til Hróbjarts. Fréttastofa hefur hins vegar samninginn undir höndum. Þar segir orðrétt: Sölutryggingin felur í sér sölurétt af hálfu Byrs og kaupskyldu af hálfu Glitnis verði ákveðið að nýta sölutrygginguna. Aldrei kom þó til hennar þar sem bankinn fékk stofnfjáreigendur til þátttöku í útboðinu og ákveðið var að hafa útboðið upp á 23 milljarða í stað 30. Sumir tóku lán hjá Glitni eða öðrum bönkum og aðrir staðgreiddu. Það skýrir þó hvers vegna Glitnir gekk á eftir stofnfjáreigendum með grasið í skónum og eyddi miklu púðri í að sannfæra þá um að taka lán fyrir útboðið með veði í stofnfjárbréfunum sjálfum. Bankinn hafði ríkra hagsmuna að gæta. „Með því að lána þá komst hann undan sölutryggingunni sinni og það var betra fyrir bankann að lána á þeim forsendum að áhætta hans væri bara bundin við stofnbréfin heldur en að þurfa að standa í því að kaupa stofnbréf í Byr fyrir hugsanlega 20 milljarða. Það liggur bara í augum upp, " segir Hróbjartur. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Glitnir samdi við BYR 2007 um að bankinn ábyrgðist sölu á nýjum stofnfjábréfum í sparisjóðnum fyrir allt að 30 milljarða króna. Ef Byr hefði ekki tekist að selja almenningi bréfin hefði Glitnir sjálfur þurft að greiða milljarðana þrjátíu, með tilheyrandi lækkun á eiginfjárhlutfalli sínu. Glitnir lánaði nokkur hundruð stofnfjáreigendum Byrs og Sparisjóðs Norðurlands í stofnfjárútboðum sjóðanna í lok árs 2007 fyrir rúmlega tíu milljarða króna. Þrír stofnfjáreigendur voru fyrir helgi sýknaðir af greiðslukröfum Íslandsbanka í Héraðsdómi og bera því ekki persónulega ábyrgð á þeim lánum sem þeir fengu. Í dómunum kemur fram að Glitnir virðist hafa lánað til fólks án nokkurrar skoðunar í þessum útboðum. Skipti þar engu hvort um var að ræða börn eða háaldraða, nýstofnuð eignalaus einkahlutafélög með takmarkaða ábyrgð, eða jafnvel fólk á vanskilaskrá. En af hverju var bankanum svona mikið í mun að veita lánin með þessum hætti? „Það kom í ljós að Glitnir var með sölutryggingu og hafði skuldbundið sig til að sölutryggja útboðið hjá Byr fyrir allt að 30 milljarða króna og það skipti auðvitað miklu máli hvort hann þyrfti að efna þá skyldu eða ekki. Ef hann hefði staðið frammi fyrir því að kaupa allt stofnféð þá hefði hann hugsanlega verið að fara gegn ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki og hefði þurft að afla samþykkis Fjármálaeftirlitsins. Auk þess hefðu stórfelld kaup hans á stofnfé haft áhrif á eiginfjárhlutfall bankans. Við það hefði staða bankans breysta á almennum lánamarkaði," segir Hróbjartur Jónatansson lögmaður hóps stofnfjáreigenda í Byr. Áður en til málaferlanna kom hafði Íslandsbanki í tvígang neitað að gerður hafði verið sölutryggingarsamningur við Byr í bréfum til Hróbjarts. Fréttastofa hefur hins vegar samninginn undir höndum. Þar segir orðrétt: Sölutryggingin felur í sér sölurétt af hálfu Byrs og kaupskyldu af hálfu Glitnis verði ákveðið að nýta sölutrygginguna. Aldrei kom þó til hennar þar sem bankinn fékk stofnfjáreigendur til þátttöku í útboðinu og ákveðið var að hafa útboðið upp á 23 milljarða í stað 30. Sumir tóku lán hjá Glitni eða öðrum bönkum og aðrir staðgreiddu. Það skýrir þó hvers vegna Glitnir gekk á eftir stofnfjáreigendum með grasið í skónum og eyddi miklu púðri í að sannfæra þá um að taka lán fyrir útboðið með veði í stofnfjárbréfunum sjálfum. Bankinn hafði ríkra hagsmuna að gæta. „Með því að lána þá komst hann undan sölutryggingunni sinni og það var betra fyrir bankann að lána á þeim forsendum að áhætta hans væri bara bundin við stofnbréfin heldur en að þurfa að standa í því að kaupa stofnbréf í Byr fyrir hugsanlega 20 milljarða. Það liggur bara í augum upp, " segir Hróbjartur.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira