Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúðahúsnæði á landinu var 790 í júlí síðastliðnum og fjölgaði þeim um 8,8% frá júní. Hinsvegar hefur þessum samningum fækkað um 6,1% frá júlí í fyrra.
Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Samningum fjölgar mest milli ára á Vesturlandi eða um 50%.
Á höfuðborgarsvæðinu hefur leigusamningum fækkað um 8,7% milli ára en þeim fjölgaði mest í borginni ef einstökum landshlutum milli mánaða eða um rúm 13%.
Samningum fækkar mest milli ára á Vestfjörðum og Austurlandi eða um 60% og 40% en á bakvið þá fækkun er mjög lítill fjöldi samninga, raunar aðeins 2 á Vestfjörðum.
Leigusamningum fjölgar um 8,8% milli mánaða

Mest lesið


Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent

Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum
Viðskipti innlent

Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá
Viðskipti innlent

EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin
Viðskipti innlent


SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar
Viðskipti erlent



Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið
Viðskipti innlent