Landið troðfullt af íslenskum krónum Þórður Snær Júlíusson skrifar 15. desember 2011 09:00 Erlendir kröfuhafar Kaupþings, Landsbanka og Glitnis munu fá allt að 450 milljarða króna af kröfum sínum greiddar í íslenskum krónum á næstu árum miðað við síðustu birtu fjárhagsupplýsingar föllnu bankanna þriggja. Vegna gjaldeyrishafta verður ómögulegt fyrir þá að breyta því fjármagni í erlendan gjaldeyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að bjóða kröfuhöfunum útgönguleið úr íslensku hagkerfi gegn því að þeir bindi féð í ákveðinn tíma hérlendis. Fulltrúar kröfuhafanna hafa fundað með ráðherrum, þingmönnum og öðrum hagsmunaaðilum með það að leiðarljósi að finna fjárfestingartækifæri fyrir þetta fé hérlendis. Heimildir Fréttablaðsins herma að þeir hafi einnig þreifað sig áfram með kaup á einstökum fyrirtækjum í huga. Á meðal þeirra geira sem þeir horfa hýru auga til er orkuiðnaðurinn. Til viðbótar við þessa fyrirsjáanlega miklu krónueign erlendu kröfuhafanna er aflandskrónueign um 410 milljarðar króna. Seðlabanki Íslands kynnti í síðasta mánuði svokallaða fjárfestingarleið sem snerist meðal annars um að bjóða eigendum þessara króna að fjárfesta hérlendis með miklum afslætti. Til þess þurfa þeir að koma með annað eins af erlendum gjaldeyri inn í landið og binda fjárfestingu sína hérlendis í fimm ár. Kröfuhafarnir vilja setja á fót einhvers konar samstarfsvettvang þar sem fundnar eru leiðir til að koma þessu gríðarlega fjármagni í fjárfestingar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að verið sé að vinna að heildstæðri áætlun sem muni meðal annars taka á því hvernig íslenskar krónueignir kröfuhafanna verði losaðar út úr íslensku hagkerfi. „Við áttum okkur á því að það eru útflæðisáhættur vegna þessa. Seðlabankinn er að vinna að greiningu á umfanginu og heildstæðri áætlun." Að sögn Árna Páls þarf ekki sérstakan samstarfsvettvang svo að kröfuhafarnir geti fjárfest hérlendis fyrir krónurnar sínar. „Þeir fjárfestingarmöguleikar sem eru í landinu eru auðvitað opnir fyrir þetta fé ef það verður greitt beint út úr þrotabúunum. Kröfuhafarnir þurfa í sjálfu sér ekki að tala við einn eða neinn um það." Mest lesið Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Erlendir kröfuhafar Kaupþings, Landsbanka og Glitnis munu fá allt að 450 milljarða króna af kröfum sínum greiddar í íslenskum krónum á næstu árum miðað við síðustu birtu fjárhagsupplýsingar föllnu bankanna þriggja. Vegna gjaldeyrishafta verður ómögulegt fyrir þá að breyta því fjármagni í erlendan gjaldeyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að bjóða kröfuhöfunum útgönguleið úr íslensku hagkerfi gegn því að þeir bindi féð í ákveðinn tíma hérlendis. Fulltrúar kröfuhafanna hafa fundað með ráðherrum, þingmönnum og öðrum hagsmunaaðilum með það að leiðarljósi að finna fjárfestingartækifæri fyrir þetta fé hérlendis. Heimildir Fréttablaðsins herma að þeir hafi einnig þreifað sig áfram með kaup á einstökum fyrirtækjum í huga. Á meðal þeirra geira sem þeir horfa hýru auga til er orkuiðnaðurinn. Til viðbótar við þessa fyrirsjáanlega miklu krónueign erlendu kröfuhafanna er aflandskrónueign um 410 milljarðar króna. Seðlabanki Íslands kynnti í síðasta mánuði svokallaða fjárfestingarleið sem snerist meðal annars um að bjóða eigendum þessara króna að fjárfesta hérlendis með miklum afslætti. Til þess þurfa þeir að koma með annað eins af erlendum gjaldeyri inn í landið og binda fjárfestingu sína hérlendis í fimm ár. Kröfuhafarnir vilja setja á fót einhvers konar samstarfsvettvang þar sem fundnar eru leiðir til að koma þessu gríðarlega fjármagni í fjárfestingar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að verið sé að vinna að heildstæðri áætlun sem muni meðal annars taka á því hvernig íslenskar krónueignir kröfuhafanna verði losaðar út úr íslensku hagkerfi. „Við áttum okkur á því að það eru útflæðisáhættur vegna þessa. Seðlabankinn er að vinna að greiningu á umfanginu og heildstæðri áætlun." Að sögn Árna Páls þarf ekki sérstakan samstarfsvettvang svo að kröfuhafarnir geti fjárfest hérlendis fyrir krónurnar sínar. „Þeir fjárfestingarmöguleikar sem eru í landinu eru auðvitað opnir fyrir þetta fé ef það verður greitt beint út úr þrotabúunum. Kröfuhafarnir þurfa í sjálfu sér ekki að tala við einn eða neinn um það."
Mest lesið Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira