Landið troðfullt af íslenskum krónum Þórður Snær Júlíusson skrifar 15. desember 2011 09:00 Erlendir kröfuhafar Kaupþings, Landsbanka og Glitnis munu fá allt að 450 milljarða króna af kröfum sínum greiddar í íslenskum krónum á næstu árum miðað við síðustu birtu fjárhagsupplýsingar föllnu bankanna þriggja. Vegna gjaldeyrishafta verður ómögulegt fyrir þá að breyta því fjármagni í erlendan gjaldeyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að bjóða kröfuhöfunum útgönguleið úr íslensku hagkerfi gegn því að þeir bindi féð í ákveðinn tíma hérlendis. Fulltrúar kröfuhafanna hafa fundað með ráðherrum, þingmönnum og öðrum hagsmunaaðilum með það að leiðarljósi að finna fjárfestingartækifæri fyrir þetta fé hérlendis. Heimildir Fréttablaðsins herma að þeir hafi einnig þreifað sig áfram með kaup á einstökum fyrirtækjum í huga. Á meðal þeirra geira sem þeir horfa hýru auga til er orkuiðnaðurinn. Til viðbótar við þessa fyrirsjáanlega miklu krónueign erlendu kröfuhafanna er aflandskrónueign um 410 milljarðar króna. Seðlabanki Íslands kynnti í síðasta mánuði svokallaða fjárfestingarleið sem snerist meðal annars um að bjóða eigendum þessara króna að fjárfesta hérlendis með miklum afslætti. Til þess þurfa þeir að koma með annað eins af erlendum gjaldeyri inn í landið og binda fjárfestingu sína hérlendis í fimm ár. Kröfuhafarnir vilja setja á fót einhvers konar samstarfsvettvang þar sem fundnar eru leiðir til að koma þessu gríðarlega fjármagni í fjárfestingar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að verið sé að vinna að heildstæðri áætlun sem muni meðal annars taka á því hvernig íslenskar krónueignir kröfuhafanna verði losaðar út úr íslensku hagkerfi. „Við áttum okkur á því að það eru útflæðisáhættur vegna þessa. Seðlabankinn er að vinna að greiningu á umfanginu og heildstæðri áætlun." Að sögn Árna Páls þarf ekki sérstakan samstarfsvettvang svo að kröfuhafarnir geti fjárfest hérlendis fyrir krónurnar sínar. „Þeir fjárfestingarmöguleikar sem eru í landinu eru auðvitað opnir fyrir þetta fé ef það verður greitt beint út úr þrotabúunum. Kröfuhafarnir þurfa í sjálfu sér ekki að tala við einn eða neinn um það." Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Erlendir kröfuhafar Kaupþings, Landsbanka og Glitnis munu fá allt að 450 milljarða króna af kröfum sínum greiddar í íslenskum krónum á næstu árum miðað við síðustu birtu fjárhagsupplýsingar föllnu bankanna þriggja. Vegna gjaldeyrishafta verður ómögulegt fyrir þá að breyta því fjármagni í erlendan gjaldeyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að bjóða kröfuhöfunum útgönguleið úr íslensku hagkerfi gegn því að þeir bindi féð í ákveðinn tíma hérlendis. Fulltrúar kröfuhafanna hafa fundað með ráðherrum, þingmönnum og öðrum hagsmunaaðilum með það að leiðarljósi að finna fjárfestingartækifæri fyrir þetta fé hérlendis. Heimildir Fréttablaðsins herma að þeir hafi einnig þreifað sig áfram með kaup á einstökum fyrirtækjum í huga. Á meðal þeirra geira sem þeir horfa hýru auga til er orkuiðnaðurinn. Til viðbótar við þessa fyrirsjáanlega miklu krónueign erlendu kröfuhafanna er aflandskrónueign um 410 milljarðar króna. Seðlabanki Íslands kynnti í síðasta mánuði svokallaða fjárfestingarleið sem snerist meðal annars um að bjóða eigendum þessara króna að fjárfesta hérlendis með miklum afslætti. Til þess þurfa þeir að koma með annað eins af erlendum gjaldeyri inn í landið og binda fjárfestingu sína hérlendis í fimm ár. Kröfuhafarnir vilja setja á fót einhvers konar samstarfsvettvang þar sem fundnar eru leiðir til að koma þessu gríðarlega fjármagni í fjárfestingar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að verið sé að vinna að heildstæðri áætlun sem muni meðal annars taka á því hvernig íslenskar krónueignir kröfuhafanna verði losaðar út úr íslensku hagkerfi. „Við áttum okkur á því að það eru útflæðisáhættur vegna þessa. Seðlabankinn er að vinna að greiningu á umfanginu og heildstæðri áætlun." Að sögn Árna Páls þarf ekki sérstakan samstarfsvettvang svo að kröfuhafarnir geti fjárfest hérlendis fyrir krónurnar sínar. „Þeir fjárfestingarmöguleikar sem eru í landinu eru auðvitað opnir fyrir þetta fé ef það verður greitt beint út úr þrotabúunum. Kröfuhafarnir þurfa í sjálfu sér ekki að tala við einn eða neinn um það."
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira