Allt að 30 félög vilja á markað Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2011 15:00 Páll Harðarson er forstjóri Kauphallarinnar. Allt að þrjátíu félög íhuga skráningu í Kauphöllina á næstu tveimur til þremur árum. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki eiga von á því að öll félögin muni skila sér á endanum en þetta sýni að áhuginn fyrir skráningu sé mikill. Það ríkir mikil eftirvænting fyrir morgundeginum en þá verða Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, skráð í Kauphöllina. Það er fyrsta skráningin í rösklega þrjú ár. „Það hefur sýnt sig og maður hefur fundið að það er mikill áhugi hjá fjárfestum að koma inn á markaðinn," segir Páll. Hann bætir því við að útboð með hlutabréf í Högum á dögunum hafi sennilegast orðið til þess að ýta undir þennan áhuga, enda hafi eftirspurn eftir bréfum í Högum verið áttföld á við framboðið. Páll bendir á fréttir þess efnis að Horn, dótturfélag Landsbankans, sé í skráningarferli. Hið sama eigi við um Eimskip og fasteignafélögin Reginn og Reiti. Þá hafi Skýrr líka lýst yfir áhuga á skráningu og fjölmörg önnur félög sem hafi haft samband við Kauphöllina vegna þessa en ekki tilkynnt það opinberlega. „Þannig að ég held að það verði afgerandi hreyfing á næsta ári og svona frameftir árinu 2013," segir Páll. Aðspurður segist Páll telja að lagaumhverfið sé nógu þroskað til að traust geti ríkt í garð hlutabréfamarkaðarins. „Ég met það þannig að því sé ekki áfátt," segir Páll. Að mestu sé um að ræða samevrópskt lagaumhverfi en einnig hafi verið gerðar lagabreytingar þar sem svigrúm hafi verið til. Meðal annars til að auka við minnihlutavernd. Þá sé núna hægt að fara í hópmálsókn. Sem fyrr segir ríkir eftirvænting í Kauphöllinni fyrir væntanlegum skráningum fyrirtækja og segir Páll að þetta sé bæði jákvætt fyrir markaðinn og Ísland í heild. „Ég held að þetta sé jákvætt fyrir Ísland út á við. Miðað við efnahagsástandið úti og óróann sem er þar og hefur áhrif á markaði, þá er þetta svona traustsyfirlýsing og til merkis um það að hlutirnir séu að hreyfast í rétta átt hjá okkur," segir Páll. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Allt að þrjátíu félög íhuga skráningu í Kauphöllina á næstu tveimur til þremur árum. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki eiga von á því að öll félögin muni skila sér á endanum en þetta sýni að áhuginn fyrir skráningu sé mikill. Það ríkir mikil eftirvænting fyrir morgundeginum en þá verða Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, skráð í Kauphöllina. Það er fyrsta skráningin í rösklega þrjú ár. „Það hefur sýnt sig og maður hefur fundið að það er mikill áhugi hjá fjárfestum að koma inn á markaðinn," segir Páll. Hann bætir því við að útboð með hlutabréf í Högum á dögunum hafi sennilegast orðið til þess að ýta undir þennan áhuga, enda hafi eftirspurn eftir bréfum í Högum verið áttföld á við framboðið. Páll bendir á fréttir þess efnis að Horn, dótturfélag Landsbankans, sé í skráningarferli. Hið sama eigi við um Eimskip og fasteignafélögin Reginn og Reiti. Þá hafi Skýrr líka lýst yfir áhuga á skráningu og fjölmörg önnur félög sem hafi haft samband við Kauphöllina vegna þessa en ekki tilkynnt það opinberlega. „Þannig að ég held að það verði afgerandi hreyfing á næsta ári og svona frameftir árinu 2013," segir Páll. Aðspurður segist Páll telja að lagaumhverfið sé nógu þroskað til að traust geti ríkt í garð hlutabréfamarkaðarins. „Ég met það þannig að því sé ekki áfátt," segir Páll. Að mestu sé um að ræða samevrópskt lagaumhverfi en einnig hafi verið gerðar lagabreytingar þar sem svigrúm hafi verið til. Meðal annars til að auka við minnihlutavernd. Þá sé núna hægt að fara í hópmálsókn. Sem fyrr segir ríkir eftirvænting í Kauphöllinni fyrir væntanlegum skráningum fyrirtækja og segir Páll að þetta sé bæði jákvætt fyrir markaðinn og Ísland í heild. „Ég held að þetta sé jákvætt fyrir Ísland út á við. Miðað við efnahagsástandið úti og óróann sem er þar og hefur áhrif á markaði, þá er þetta svona traustsyfirlýsing og til merkis um það að hlutirnir séu að hreyfast í rétta átt hjá okkur," segir Páll.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira