Hundruð nýrra íbúða munu rísa Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2011 16:00 Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs á von á því að hundruð nýrra íbúða geti risið. Um 300 nýjar íbúðir eru í byggingu á bestu stöðum í Reykjavík og á bilinu 3-500 gætu farið í byggingu á næsta ári, segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. Borgin samþykkti húsnæðisstefnu í haust og hefur verið að gera úttektir á því hvernig borgin getur tekið þátt í því að byggja upp fjölbreyttara húsnæðiskerfi, einkum með leiguíbúðum. Formaður borgarráðs, Dagur Eggertsson, segir mikilvægt að hafa gott úrval leiguíbúða því óraunhæft sé að gera ráð fyrir því að ung fólk muni skuldsetja sig upp í rjáfur í framtíðinni vegna fasteignakaupa. „Núna sjáum við að það er mjög mikil eftirspurn eftir vel staðsettum leiguíbúðum og viljum útfæra leiðir til að gera það í samvinnu við langtímafjárfesta. Við segjum langtíma vegna þess að það skiptir gríðarlega miklu máli að leigumarkaðurinn sé öruggari en hann er núna," segir Dagur. Hann bendir á að leiga á Íslandi hafi hingað til verið tengd við óöryggi, það að flytja ótt og títt á milli skólahverfa með börn og svo framvegis. Þetta er eitt af stóru viðfangefnunum eftir hrun vegna þess að það er algjörlega óraunhæft að nýjar kynslóðir séu að fara að skuldsetja sig upp í rjáfur," segir Dagur. Ef svo væri þá værum við ekki að læra af mistökum í aðdraganda hrunsins. En Dagur segir að mótun húsnæðisstefnu sé jafnframt lykilatriði í því að fólk laðist að borginni til að vinna og lifa. Dagur segir að Reykjavíkurborg sé þegar komin í samstarf með Félagsstofnun stúdenta sem sé að reisa um 300 íbúðir á svæði Háskóla Íslands og jafnframt sé búið að úthluta þeim lóðir að Brautarholti 7. Fundað hafi verið með fulltrúum Félagsstofnunar stúdenta og fulltrúum HR í þessari viku um húsnæðismál. Þá segir Dagur að verið sé að íhuga uppbyggingu á svæði í Kringum Hlemm þar sem kæmist fyrir fjöldi af litlum og meðalstórum íbúðum. „Þar sem þú getur búið án þess að eiga bíl, sem íþyngir pyngjunni hjá mörgum," segir Dagur. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi verið í samstarfi við Regin, fasteignafélag Landsbankans, um uppbygginguna á Hlemmi. „Það félag er komið af stað með þróun reits í Einholti og Þverholti þar sem gætu verið reistar á milli 3- 400 íbúðir," segir Dagur. Eins og fyrr segir eru þessar áætlanir hluti af íbúðastefnu sem Reykjavíkurborg hefur gert en líka hluti af atvinnustefnu sem Reykjavíkurborg hefur nú sett í umsagnarferli. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Um 300 nýjar íbúðir eru í byggingu á bestu stöðum í Reykjavík og á bilinu 3-500 gætu farið í byggingu á næsta ári, segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. Borgin samþykkti húsnæðisstefnu í haust og hefur verið að gera úttektir á því hvernig borgin getur tekið þátt í því að byggja upp fjölbreyttara húsnæðiskerfi, einkum með leiguíbúðum. Formaður borgarráðs, Dagur Eggertsson, segir mikilvægt að hafa gott úrval leiguíbúða því óraunhæft sé að gera ráð fyrir því að ung fólk muni skuldsetja sig upp í rjáfur í framtíðinni vegna fasteignakaupa. „Núna sjáum við að það er mjög mikil eftirspurn eftir vel staðsettum leiguíbúðum og viljum útfæra leiðir til að gera það í samvinnu við langtímafjárfesta. Við segjum langtíma vegna þess að það skiptir gríðarlega miklu máli að leigumarkaðurinn sé öruggari en hann er núna," segir Dagur. Hann bendir á að leiga á Íslandi hafi hingað til verið tengd við óöryggi, það að flytja ótt og títt á milli skólahverfa með börn og svo framvegis. Þetta er eitt af stóru viðfangefnunum eftir hrun vegna þess að það er algjörlega óraunhæft að nýjar kynslóðir séu að fara að skuldsetja sig upp í rjáfur," segir Dagur. Ef svo væri þá værum við ekki að læra af mistökum í aðdraganda hrunsins. En Dagur segir að mótun húsnæðisstefnu sé jafnframt lykilatriði í því að fólk laðist að borginni til að vinna og lifa. Dagur segir að Reykjavíkurborg sé þegar komin í samstarf með Félagsstofnun stúdenta sem sé að reisa um 300 íbúðir á svæði Háskóla Íslands og jafnframt sé búið að úthluta þeim lóðir að Brautarholti 7. Fundað hafi verið með fulltrúum Félagsstofnunar stúdenta og fulltrúum HR í þessari viku um húsnæðismál. Þá segir Dagur að verið sé að íhuga uppbyggingu á svæði í Kringum Hlemm þar sem kæmist fyrir fjöldi af litlum og meðalstórum íbúðum. „Þar sem þú getur búið án þess að eiga bíl, sem íþyngir pyngjunni hjá mörgum," segir Dagur. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi verið í samstarfi við Regin, fasteignafélag Landsbankans, um uppbygginguna á Hlemmi. „Það félag er komið af stað með þróun reits í Einholti og Þverholti þar sem gætu verið reistar á milli 3- 400 íbúðir," segir Dagur. Eins og fyrr segir eru þessar áætlanir hluti af íbúðastefnu sem Reykjavíkurborg hefur gert en líka hluti af atvinnustefnu sem Reykjavíkurborg hefur nú sett í umsagnarferli.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun