Viðskipti innlent

Hæstiréttur segir að Magnús og Kevin þurfi að borga

Magnús Ármann þarf að greiða 240 milljónir.
Magnús Ármann þarf að greiða 240 milljónir.
Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir félaginu Materia Invest, sem var í eigu Magnúsar Ármanns og Kevins Gerald Stanford, og er því gert að greiða Arion banka 6,3 milljarða. Þá voru Kevin og Magnúsi gert að greiða hvor um sig 240 milljónir króna.

Ágreiningur í málinu snérist um lánssamning sem Kaupþing banki hf. og stefndi, Materia Invest, gerðu með sér í nóvember 2005. Samkvæmt lánssamningnum veitti Kaupþing Materia Invest lán upp á rúma fjóra miljarða. Þá laut ágreiningur jafnframt að samningum um sjálfskuldarábyrgð Magnúsar Ármann og Kevins Stanford.

Kevin og Magnúsi var gert að greiða málskostnað upp á eina og hálfa milljón króna í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tvær milljónir bætast við þann kostnað með niðurstöðu Hæstaréttar, þar sem þeir þurfa að greiða málskostnað Arion banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×