Viðskipti innlent

Feitir jólabónusar til landverkafólks útgerða

Landverkafólk útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði og dótturfélaga þess, fær 260 þúsund krónur í jólabónus í dag. Þetta er umfram umsamin jólabónus samkvæmt kjarasamningum.

Sömuleiðis fær landverkafólk Síldarvinnslunnar í Neskaupstað 300 þúsund króna aukabónus í dag.  Áður hafði Samherji á Akureyri greitt sínu landverkafólki 300 þúsund krónur í auka jólabónus, auk þess sem fyrirtækið tvöfaldaði orlofsuppbót starfsmanna í maí. Samanlagt eru þetta miklar upphæðir, sem dragast frá arðgreiðslum til eigenda.

Stærsta útgerðarféalg hér á landi, HB Grandi, ætlar hinsvegar að láta eigendurna eina njóta góðrar afkomu í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×