Viðskipti innlent

Tæplega 25 þúsund á vanskilaskrá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson kynnti skýrsluna í dag.
Már Guðmundsson kynnti skýrsluna í dag.
Tæplega 25 þúsund einstaklingar voru á vanskilaskrá í lok apríl 2011 og hefur sá fjöldi farið hratt vaxandi síðustu mánuði. Hann hefur vaxið um þriðjung síðan j í mars 2009. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika.

Árangurslaunsum fjárnámum einstaklinga hefur einnug fjölgað verulega. Þau voru rúmlega 3400 árið 2009, um 4400 ári seinna og fyrstu mánuðir ársins 2011 benda til þess að þau gætu orðið 9000 í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×