Viðskipti innlent

Mest verðmæti í málmunum

Málmar voru verðmætasta framleiðsluvaran árið 2010.
Málmar voru verðmætasta framleiðsluvaran árið 2010.
Málmar voru verðmætasta framleiðsluvaran hér á landi árið 2010, en verðmæti þeirra nam 37,1 prósenti af heildarverðmæti framleiðsluvara það ár. Fiskafurðir komu næstar, en verðmæti þeirra nam 32,5 prósentum af heildarverðmætinu.

Verðmæti seldra framleiðsluvara 2010 nam alls 666 milljörðum króna. Þetta er aukning um tæpa 92 milljarða króna. Á sama tíma hækkaði vísitala framleiðsluvara um 11,7 prósent. Verðmæti seldra framleiðsluvara hefur því hækkað að raungildi um 4,3 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×