Samkeppniseftirlitið sektar Forlagið um 25 milljónir 5. júlí 2011 08:53 Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi og útgáfustjóri Forlagsins. Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 25 milljón kr. stjórnvald á Forlagið ehf. Telur Samkeppniseftirlitið að Forlagið hafi brotið gegn þeim skilyrðum sem eftirlitið setti Forlaginu árið 2008 þegar Forlagið var stofnað með samruna JPV útgáfu og Vegamóta. Fjallað er um málið á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Þar segir að eftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu í nýrri ákvörðun sinni að Forlagið ehf. hafi brotið skilyrði ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2008. Forlagið varð til árið 2008 með samruna tveggja fyrirtækja, þ.e. JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. „Samkeppniseftirlitið sá meinbugi á samrunanum, en samrunaaðilar gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið í febrúar 2008 til þess að samruninn gæti átt sér stað og Forlagið orðið til. Tók Forlagið þátt í því að móta skilyrði sem ætlað var að draga úr samkeppnishamlandi áhrifum samrunans og félagið taldi sig geta starfað eftir. Forlagið hefur nú brotið gegn þessum skilyrðum. Samkeppniseftirlitið leggur 25 m.kr. stjórnvaldssekt á Forlagið af þeim sökum," segir á vefsíðunni. „Forlagið braut gegn skilyrði sem kveður á um bann við birtingu leiðbeinandi endursöluverðs til smásala. Forlagið braut einnig gegn skilyrði um að Forlaginu sé óheimilt að veita endurseljendum afslátt frá heildsöluverði bóka sinna nema Forlagið geti með óyggjandi hætti sýnt fram á kostnaðarlegt hagræði af viðskiptunum og að hagræðið sé í samræmi við afsláttinn. Gögn málsins leiddu í ljós að fyrir jólin 2009 hafi Forlagið birt smásöluaðilum leiðbeinandi endursöluverð ýmist á pöntunar- og skráningarblöðum sem fylgdu bókasendingum til endursöluaðila eða í vefverslun sinni á heimasíðu félagsins. Lögum samkvæmt ber Forlaginu, sem smásöluaðila, að birta í vefverslun sinni endanlegt verð til neytenda eða með öðrum orðum það verð sem neytendur þurfa að greiða vilji þeir kaupa vöruna. Í staðinn birti Forlagið tvenns konar verð, annars vegar smásöluverð (leiðbeinandi endursöluverð) og hins vegar afsláttarverð, en afsláttarverðið er það verð sem neytendur þurfa að greiða vilji þeir kaupa vöruna (endanlegt verð). Þá gat Forlagið ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti að afsláttarkjör til endursöluaðila hafi verið veitt á grundvelli kostnaðarlegs hagræðis, en kveðið var á um það í skilyrðum sáttarinnar sem Forlagið tók þátt í að móta og gekkst undir árið 2008. Þá var það einnig skilyrði fyrir samrunanum að samræmi þyrfti að vera á milli afsláttarkjara og þess kostnaðarlega hagræðis sem hlytist af viðskiptunum. Skilyrði um kostnaðarlegt hagræði að baki afsláttarkjörum var til þess gert að tryggja jafnræði endursöluaðila gagnvart hinu nýja markaðsráðandi félagi sem stofnaðist með samrunanum 2008. Ennfremur var það mat Samkeppniseftirlitsins að meiri munur væri á þeim afsláttarkjörum sem Forlagið veitti viðskiptavinum sínum en hægt væri að réttlæta með rökum um kostnaðarlegt hagræði eða með öðrum orðum að Forlagið hafi ekki gætt jafnræðis milli viðskiptavina sinna við veitingu afsláttarkjara." Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 25 milljón kr. stjórnvald á Forlagið ehf. Telur Samkeppniseftirlitið að Forlagið hafi brotið gegn þeim skilyrðum sem eftirlitið setti Forlaginu árið 2008 þegar Forlagið var stofnað með samruna JPV útgáfu og Vegamóta. Fjallað er um málið á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Þar segir að eftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu í nýrri ákvörðun sinni að Forlagið ehf. hafi brotið skilyrði ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2008. Forlagið varð til árið 2008 með samruna tveggja fyrirtækja, þ.e. JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. „Samkeppniseftirlitið sá meinbugi á samrunanum, en samrunaaðilar gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið í febrúar 2008 til þess að samruninn gæti átt sér stað og Forlagið orðið til. Tók Forlagið þátt í því að móta skilyrði sem ætlað var að draga úr samkeppnishamlandi áhrifum samrunans og félagið taldi sig geta starfað eftir. Forlagið hefur nú brotið gegn þessum skilyrðum. Samkeppniseftirlitið leggur 25 m.kr. stjórnvaldssekt á Forlagið af þeim sökum," segir á vefsíðunni. „Forlagið braut gegn skilyrði sem kveður á um bann við birtingu leiðbeinandi endursöluverðs til smásala. Forlagið braut einnig gegn skilyrði um að Forlaginu sé óheimilt að veita endurseljendum afslátt frá heildsöluverði bóka sinna nema Forlagið geti með óyggjandi hætti sýnt fram á kostnaðarlegt hagræði af viðskiptunum og að hagræðið sé í samræmi við afsláttinn. Gögn málsins leiddu í ljós að fyrir jólin 2009 hafi Forlagið birt smásöluaðilum leiðbeinandi endursöluverð ýmist á pöntunar- og skráningarblöðum sem fylgdu bókasendingum til endursöluaðila eða í vefverslun sinni á heimasíðu félagsins. Lögum samkvæmt ber Forlaginu, sem smásöluaðila, að birta í vefverslun sinni endanlegt verð til neytenda eða með öðrum orðum það verð sem neytendur þurfa að greiða vilji þeir kaupa vöruna. Í staðinn birti Forlagið tvenns konar verð, annars vegar smásöluverð (leiðbeinandi endursöluverð) og hins vegar afsláttarverð, en afsláttarverðið er það verð sem neytendur þurfa að greiða vilji þeir kaupa vöruna (endanlegt verð). Þá gat Forlagið ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti að afsláttarkjör til endursöluaðila hafi verið veitt á grundvelli kostnaðarlegs hagræðis, en kveðið var á um það í skilyrðum sáttarinnar sem Forlagið tók þátt í að móta og gekkst undir árið 2008. Þá var það einnig skilyrði fyrir samrunanum að samræmi þyrfti að vera á milli afsláttarkjara og þess kostnaðarlega hagræðis sem hlytist af viðskiptunum. Skilyrði um kostnaðarlegt hagræði að baki afsláttarkjörum var til þess gert að tryggja jafnræði endursöluaðila gagnvart hinu nýja markaðsráðandi félagi sem stofnaðist með samrunanum 2008. Ennfremur var það mat Samkeppniseftirlitsins að meiri munur væri á þeim afsláttarkjörum sem Forlagið veitti viðskiptavinum sínum en hægt væri að réttlæta með rökum um kostnaðarlegt hagræði eða með öðrum orðum að Forlagið hafi ekki gætt jafnræðis milli viðskiptavina sinna við veitingu afsláttarkjara."
Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira