Viðskipti innlent

Vill skoða sameiningu Byggðastofnunnar og sparisjóða

Í nýrri skýrslu um lánastarfsemi Byggðastofnunnar er lagt til að skoðaðir verði sá möguleiki að sameina stofnunina sparisjóðum eða öðrum fjármálafyrirtækjum. Nefndin sem vann skýrsluna telur að enn sé þörf á Byggðastofnun en leggur til ýmsar breytingar á starfseminni.

Meðal þess sem nefndin vill er að Byggðastofnun haldi ekki á fasteignum í eigu sinni, það er eignum sem stofnunin hefur eignast við fullnustu krafna. Þessum fasteignum eigi að koma annað eins og til dæmis til Fasteigna ríkisins.

Nefndin sem hér um ræðir var skipuð af iðnaðarráðuneytinu. Hvað varðar samruna Byggðastofnunnar við aðrar fjármálastofnanir segir m.a. í skýrslunni að í því tilliti þarf að kanna betur möguleika á að sameina fjármálastarfsemi Byggðastofnunar við starfsemi sparisjóðanna í kjölfar endurskipulagningar á sparisjóðakerfinu, sem og samstarf við sjóði á borð við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins eða Frumtak.

Fjallað er um málið á vefsíðu iðnaðarráðuneytisins og hægt er að sjá skýrsluna í heild hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×