Viðskipti innlent

Kaupþingsmenn áfrýja til Hæstaréttar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helgi Bergs, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi banka, sem héraðsdómur dæmdi á dögunum til að greiða bankanum hundruð milljónir króna vegna láns sem hann tók til hlutabréfa í bankanum, hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Málinu var áfrýjað þann 30. júní síðastliðinn, segir Hjörleifur Kvaran, lögmaður Helga.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu þann níunda maí síðastliðinn að Kaupþingi hafi verið óheimilt að fella niður persónulegar ábyrgðir af lánum starfsmanna til hlutabréfakaupa. Þann dag féllu tveir dómar í slíkum málum. Annars vegar var um að ræða mál Helga, sem var dæmdur til að greiða þrotabúi Kaupþings 641 milljón króna og hins vegar mál Þórðar Pálssonar, sem var dæmdur til að greiða bankanum 26 milljónir.

Dómar í málinu eru fordæmisgefandi enda veitti Kaupþing starfsmönnum sínum samtals 47 milljarða króna til að kaupa lánin. Fjölmörg mál, sem eru sambærileg málum Helga og Þórðar eru til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavikur þessa dagana.

Þórður Pálsson hefur einnig áfrýjað sínu máli til Hæstaréttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×