Viðskipti innlent

Þriggja mínútna þögn í Kauphöllinni til heiðurs Þórði

Kauphöllin á Íslandi mun heiðra minningu Þórðar Friðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Kauphallarinnar, með þriggja mínútna þögn á mörkuðum Kauphallarinnar í dag, mánudaginn 21. febrúar kl. 13.00.

Í tilkynningu segir að viðskiptakerfinu verður ekki lokað en kauphallaraðilar eru vinsamlegast beðnir um að virða þessa þögn.

Útför Þórðar Friðjónssonar fer fram í dag frá Hallgrímskirkju og hefst athöfnin kl. 13.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×