Milliriðlamartröðin hélt áfram Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar 26. janúar 2011 06:00 Vignir Svavarsson stóð vaktina í fjarveru Ingimundar Ingimundarssonar sem var frá vegna meiðsla. Hann skilaði einnig sínu í sókninni og skoraði þrjú mörk. Mynd/Valli Heims, Evrópu- og ólympíumeistarar Frakka unnu næsta þægilegan sigur, 34-28, á Íslandi í gær. Þetta var lokaleikur milliriðilsins og strákarnir eiga því aðeins eftir að spila einn leik á HM í Svíþjóð. Leikurinn skipti í raun engu máli fyrir Ísland því fyrir leik varð ljóst að Ísland myndi hafna í þriðja sæti riðilsins og spila við Króatíu um fimmta sætið á mótinu. Engu að síður höfðu leikmenn íslenska liðsins eflaust sitt hvað að sanna fyrir sjálfum sér gegn liðinu sem hefur staðið í vegi fyrir því að þeir ynnu gull á stórmóti. Íslenska liðið var án Ingimundar Ingimundarsonar og Ólafs Stefánssonar sem eru báðir meiddir á hné. Ólafur var þó til taks á bekknum en kom ekki við sögu. Strákarnir byrjuðu leikinn ágætlega. Virtust vera með ágætar lausnir við agressívum varnarleik franska liðsins og leiddu framan af. Frakkarnir voru þó fljótir að hressast. Þeir tóku í kjölfarið öll völd á vellinum og virtust ætla að keyra yfir Íslendinga. Staðan 3-7 eftir tíu mínútur og Guðmundur tók leikhlé. Það skilaði sínu því strákarnir stigu aftur á bensínið og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn á ný. Munurinn var aðeins þrjú mörk í leikhléi, 13-16, og íslenska liðið átti alla möguleika til þess að gera eitthvað í síðari hálfleik. Frakkarnir byrjuðu síðari hálfleikinn betur og náðu fljótt sex marka forskoti. Sem fyrr neituðu strákarnir okkar að gefast upp og gerðu allt hvað þeir gátu til þess að komast aftur inn í leikinn. Frakkarnir voru aftur á móti of sterkir. Þeir héldu strákunum alltaf í hæfilegri fjarlægð og unnu öruggan sigur. Mynd/Valli Þó svo það sé vissulega frábært að leika um fimmta sætið á stórmóti þá er árangurinn í milliriðlinum gríðarleg vonbrigði. Allir þrír leikirnir töpuðust og það á sannfærandi hátt. Strákarnir komu í góðri stöðu inn í riðilinn en tapið gegn Þjóðverjum virtist rota liðið. Menn voru ekki tilbúnir í þann leik og ekki heldur í leikinn gegn Spánverjum. Frakkarnir voru svo of sterkir. Þeir virtust ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að vinna okkar menn sannfærandi. Það er vonandi að strákarnir sýni þann anda og neista sem fylgdi liðinu í riðlakeppninni er það tekur á móti Króötum. Það væri gott að enda þetta mót á góðum nótum eftir þennan skelfilega milliriðil. Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Sjá meira
Heims, Evrópu- og ólympíumeistarar Frakka unnu næsta þægilegan sigur, 34-28, á Íslandi í gær. Þetta var lokaleikur milliriðilsins og strákarnir eiga því aðeins eftir að spila einn leik á HM í Svíþjóð. Leikurinn skipti í raun engu máli fyrir Ísland því fyrir leik varð ljóst að Ísland myndi hafna í þriðja sæti riðilsins og spila við Króatíu um fimmta sætið á mótinu. Engu að síður höfðu leikmenn íslenska liðsins eflaust sitt hvað að sanna fyrir sjálfum sér gegn liðinu sem hefur staðið í vegi fyrir því að þeir ynnu gull á stórmóti. Íslenska liðið var án Ingimundar Ingimundarsonar og Ólafs Stefánssonar sem eru báðir meiddir á hné. Ólafur var þó til taks á bekknum en kom ekki við sögu. Strákarnir byrjuðu leikinn ágætlega. Virtust vera með ágætar lausnir við agressívum varnarleik franska liðsins og leiddu framan af. Frakkarnir voru þó fljótir að hressast. Þeir tóku í kjölfarið öll völd á vellinum og virtust ætla að keyra yfir Íslendinga. Staðan 3-7 eftir tíu mínútur og Guðmundur tók leikhlé. Það skilaði sínu því strákarnir stigu aftur á bensínið og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn á ný. Munurinn var aðeins þrjú mörk í leikhléi, 13-16, og íslenska liðið átti alla möguleika til þess að gera eitthvað í síðari hálfleik. Frakkarnir byrjuðu síðari hálfleikinn betur og náðu fljótt sex marka forskoti. Sem fyrr neituðu strákarnir okkar að gefast upp og gerðu allt hvað þeir gátu til þess að komast aftur inn í leikinn. Frakkarnir voru aftur á móti of sterkir. Þeir héldu strákunum alltaf í hæfilegri fjarlægð og unnu öruggan sigur. Mynd/Valli Þó svo það sé vissulega frábært að leika um fimmta sætið á stórmóti þá er árangurinn í milliriðlinum gríðarleg vonbrigði. Allir þrír leikirnir töpuðust og það á sannfærandi hátt. Strákarnir komu í góðri stöðu inn í riðilinn en tapið gegn Þjóðverjum virtist rota liðið. Menn voru ekki tilbúnir í þann leik og ekki heldur í leikinn gegn Spánverjum. Frakkarnir voru svo of sterkir. Þeir virtust ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að vinna okkar menn sannfærandi. Það er vonandi að strákarnir sýni þann anda og neista sem fylgdi liðinu í riðlakeppninni er það tekur á móti Króötum. Það væri gott að enda þetta mót á góðum nótum eftir þennan skelfilega milliriðil.
Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Sjá meira