Handbolti

Þetta sögðu Ágúst og stelpurnar eftir sögulegan sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann 22-21 sigur á Svartfjallalandi í kvöld í fyrsta leik sínum á HM í Brasilíu og það er óhætt að segja að stelpurnar hafi fengið draumabyrjun á fyrsta heimsmeistaramóti stelpnanna okkar frá upphafi.

Sigurður Elvar Þórólfsson, íþróttafréttamaður Vísis á HM í Brasilíu talaði eftir leikinn við Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins og stelpurnar Hrafnhildi Skúladóttur, Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttur markvörð og Karen Knútsdóttur.

Hrafnhildur, Guðný Jenný og Karen áttu allar frábæran leik og Ágúst Þór var alveg búinn að lesa lið Svartfellinga og koma íslenska liðinu í gírinn fyrir leikinn. Það er hægt að sjá viðtölin með því að smella hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×