Viðskipti innlent

Fyrirtæki á Forbes 500 listanum hafa áhuga á netþjónabúum á Íslandi

Fjöldi fyrirtæki á Forbes 500 listanum, yfir stærstu fyrirtæki heimsins, hafa nú þegar sýnt áhuga á  að koma sér upp netþjónbúum eða gagnverum á Íslandi.

Þetta kemur fram í viðtali Reuters við Ray Sembler forstjóra Emerald Networks sem ætlar að leggja nýjan sæstreng milli New York og London með viðkomu á Íslandi og Írlandi.

Emerald Networks hefur samið við fjárfestingarbankann Jeffries & Company um aðstoð við að fjármagna verkið. Welcom Trust hefur þegar lagt 5 milljónir dollara í púkkið. Samningur hefur náðst við bandaríska kabalfyrirtækið Tyco um að leggja sæstrenginn.

Ray Sembler segir að þeir séu þess fullvissir um að lagning sæstrengsins muni borga sig en verkið í heild á að kosta 300 milljónir dollara eða um 36 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×