Viðskipti innlent

Níu starfsmönnum Byrs á Akureyri sagt upp

Níu starfsmönnum Byrs á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku. Flestir þeirra hafa valið að starfa áfram fram í lok janúar og fresta starfslokum þangað til. Starfsmennirnir störfuðu allir í bakvinnslu. Þetta kemur fram á vefnum Vikudagur.

42 starfsmönnum Íslandsbanka á höfuðborgarsvæðinu var sagt upp störfum í síðustu viku og þá hefur 21 til viðbótar hætt störfum samkvæmt samkomulagi við bankann.

Haft er eftir Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, upplýsingafulltrúa Íslandsbanka, á vef Vikudags að bankinn muni upplýsa um það ef til standi að fjölga starfsfólki í útibúi Íslandsbanka á Akureyri. „Við munum kappkosta að upplýsa viðskiptavini á Akureyri eins vel og við getum um sameiningu bankanna,“ segir Guðný Helga við vefinn.

Vefsíða Vikudags.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×