Viðskipti innlent

Kauphöllin býður hlutabréfaviðskipti í Bandaríkjunum

NASDAQ OMX Nordic  tilkynnti í dag um nýja þjónustu sem gerir kauphallaraðilum á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum kleift að senda inn tilboð í bandarísk og kanadísk hlutabréf á norður-amerískum hlutabréfamörkuðum. “Market Access – Bandaríkin og Kanada” notast við fyrirliggjandi tækni og býður upp á bandaríska og kanadíska markaði á einum stað.

Í tilkynningu um málið segir Hans-Ole Jochumsen, forstjóri NASDAQ OMX Nordic  að sem leiðandi og alþjóðlegt kauphallarfyrirtæki er afar ánægjulegt að geta boðið kauphallaraðilum okkar upp á aukið val í fjárfestingarkostum í gegnum fyrirliggjandi tengingu.

„Með “Market Access Bandaríkin og Kanada”, býður NASDAQ OMX Nordic fjárfestum upp á bandaríska og kanadíska markaði um beina tengingu og gerir þeim þannig kleift að eiga viðskipti með öll bandarísk og kanadísk hlutabréf,” segir Hans-Ole Jochumsen

NASDAQ OMX mun hafa samvinnu við bandaríska verðbréfafyrirtækið Citigroup um framkvæmd viðskipta þegar kauphallaraðili sendir inn tilboð í gegnum fyrirliggjandi tengingu sína hjá NASDAQ OMX Nordic.

Þessi nýja tækniþjónusta gerir það að verkum að viðskipti með bandarísk og kanadísk hlutabréf, bandarísk heimildarskírteini  og kauphallarsjóði verða innan seilingar fyrir alla aðila að NASDAQ OMX á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×