Fréttaskýring: Krónan enn sveiflugjörn þrátt fyrir gjaldeyrishöft Hafsteinn Hauksson skrifar 8. nóvember 2011 18:45 Jón Bjarki Bentsson. Rannsókn fréttastofu leiðir í ljós að þrátt fyrir að vera studd gjaldeyrishöftum er íslenska krónan aðeins í meðallagi stöðugur gjaldmiðill á við aðrar fljótandi myntir í Evrópu síðustu misserin. Fréttastofa hefur reiknað staðalfrávik í mánaðarlegu gengi nokkurra gjaldmiðla gagnvart evrunni frá ársbyrjun 2010. Staðalfrávikið mælir hversu langt frá meðaltali tímabilsins gengið flöktir að meðaltali, en eftir því sem staðalfrávikið er hærra, þeim mun meiri eru breytingarnar í gengi gjaldmiðilsins. Svona lítur myndin út: NOK 1,64% GBP 2,37% HUF 2,82% SEK 3,84% ISK 4,64% CHF 7,19% TRY 8,74% Í ljós kemur að gengi íslensku krónunnar gagnvart evru er talsvert óstöðugra en flestra annarra mynta í álfunni, þrátt fyrir að þær séu fljótandi með öllu öfugt við krónuna.Of ýkt mynd Þessi aðferð getur þó gefið ýkta mynd af sveiflunum, þar sem hún tekur ekki tillit til þess að gengi gjaldmiðla getur fylgt stöðugri stefnu, t.d. hækkað stöðugt eða lækkað yfir tímabil, án þess að því fylgi miklar sveiflur. Hægt er að leiðrétta fyrir þessum áhrifum með því að reikna út staðalfrávik gengisbreytinganna sjálfra; með öðrum orðum að athuga sveiflurnar í gengisbreytingunum en ekki sveiflurnar í genginu. Þá lítur myndin svona út: NOK 1,05% SEK 1,21% ISK 1,82% GBP 1,93% HUF 1,93% TRY 2,44% CHF 2,70% Gengi íslensku krónunnar er í meðallagi stöðugt í samanburðinum. Aðrar norrænar myntir eru til dæmis stöðugri, breska pundið og ungverska forintan sveiflast litlu meira en krónan, en tyrkneska líran og svissneski frankinn eru hins vegar mun sveiflugjarnari. En ættu gjaldeyrishöftin að tryggja stöðugra gengi en svo?Meiri stöðugleiki en ella "Gjaldeyrishöftin ættu að tryggja, og hafa klárlega tryggt, meiri stöðugleika en annars hefði orðið í krónunni. En höftin bolta krónuna ekki niður í algjöran stöðugleika, enda var það ekki tilgangurinn með þeim," segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Hann telur að höftin hafi til dæmis skýlt krónunni fyrir áhrifum frá alþjóðamörkuðum á síðustu mánuðum, sem líklegast hefðu orðið veruleg ella, eins og sjáist í sambærilegum myntum og krónan er.Grunnur markaður galli á höftunum Höftin séu hins vegar ekki gallalaus, þar sem þau geri gjaldeyrismarkaðinn mjög lítinn og grunnan þar sem gjaldeyrisviðskipti séu takmörkuð við vöru- og þjónustuviðskipti, vexti og afborganir af lánum. "Markaðurinn verður svo lítill og grunnur að tiltölulega lítið flæði, af þeirri stærðargráðu að ekki hefði séð högg á vatni á markaðnum fyrir hrun, getur breytt gengi krónunnar töluvert. Sveifluvaldarnir eru orðnir aðrir en áður var, og þeir geta verið verulegir."Traustur - en ekki of traustur Athygli vekur að svissneski frankinn, sem er einn traustasti gjaldmiðil heims, er jafnframt sá sem sveiflast mest, en svissneski seðlabankinn þurfti að grípa til þess ráðs að setja hámark á verð frankans svo hann yrði ekki of sterkur. "Hann er eiginlega lentur í þeirri skrítnu stöðu að vera í svo miklu uppáhaldi hjá þeim spákaupmönnum og fjárfestum sem eru að forða sér úr áhættusamari myntum, að hann geldur fyrir það," segir Jón Bjarki. "Þegar áhættufælni eykst glímir hann við stöðugt innflæði fjármagns og verður svissneska hagkerfinu fjötur um fót, því gengið styrkist og samkeppnishæfni hagkerfisins laskast." Er þá boðskapurinn sá að vera með traustan gjaldmiðil, en ekki of traustan? "Ég held að það megi segja í þessu eins og mörgu öðru að meðalhófið er best," segir Jón að lokum. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Rannsókn fréttastofu leiðir í ljós að þrátt fyrir að vera studd gjaldeyrishöftum er íslenska krónan aðeins í meðallagi stöðugur gjaldmiðill á við aðrar fljótandi myntir í Evrópu síðustu misserin. Fréttastofa hefur reiknað staðalfrávik í mánaðarlegu gengi nokkurra gjaldmiðla gagnvart evrunni frá ársbyrjun 2010. Staðalfrávikið mælir hversu langt frá meðaltali tímabilsins gengið flöktir að meðaltali, en eftir því sem staðalfrávikið er hærra, þeim mun meiri eru breytingarnar í gengi gjaldmiðilsins. Svona lítur myndin út: NOK 1,64% GBP 2,37% HUF 2,82% SEK 3,84% ISK 4,64% CHF 7,19% TRY 8,74% Í ljós kemur að gengi íslensku krónunnar gagnvart evru er talsvert óstöðugra en flestra annarra mynta í álfunni, þrátt fyrir að þær séu fljótandi með öllu öfugt við krónuna.Of ýkt mynd Þessi aðferð getur þó gefið ýkta mynd af sveiflunum, þar sem hún tekur ekki tillit til þess að gengi gjaldmiðla getur fylgt stöðugri stefnu, t.d. hækkað stöðugt eða lækkað yfir tímabil, án þess að því fylgi miklar sveiflur. Hægt er að leiðrétta fyrir þessum áhrifum með því að reikna út staðalfrávik gengisbreytinganna sjálfra; með öðrum orðum að athuga sveiflurnar í gengisbreytingunum en ekki sveiflurnar í genginu. Þá lítur myndin svona út: NOK 1,05% SEK 1,21% ISK 1,82% GBP 1,93% HUF 1,93% TRY 2,44% CHF 2,70% Gengi íslensku krónunnar er í meðallagi stöðugt í samanburðinum. Aðrar norrænar myntir eru til dæmis stöðugri, breska pundið og ungverska forintan sveiflast litlu meira en krónan, en tyrkneska líran og svissneski frankinn eru hins vegar mun sveiflugjarnari. En ættu gjaldeyrishöftin að tryggja stöðugra gengi en svo?Meiri stöðugleiki en ella "Gjaldeyrishöftin ættu að tryggja, og hafa klárlega tryggt, meiri stöðugleika en annars hefði orðið í krónunni. En höftin bolta krónuna ekki niður í algjöran stöðugleika, enda var það ekki tilgangurinn með þeim," segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Hann telur að höftin hafi til dæmis skýlt krónunni fyrir áhrifum frá alþjóðamörkuðum á síðustu mánuðum, sem líklegast hefðu orðið veruleg ella, eins og sjáist í sambærilegum myntum og krónan er.Grunnur markaður galli á höftunum Höftin séu hins vegar ekki gallalaus, þar sem þau geri gjaldeyrismarkaðinn mjög lítinn og grunnan þar sem gjaldeyrisviðskipti séu takmörkuð við vöru- og þjónustuviðskipti, vexti og afborganir af lánum. "Markaðurinn verður svo lítill og grunnur að tiltölulega lítið flæði, af þeirri stærðargráðu að ekki hefði séð högg á vatni á markaðnum fyrir hrun, getur breytt gengi krónunnar töluvert. Sveifluvaldarnir eru orðnir aðrir en áður var, og þeir geta verið verulegir."Traustur - en ekki of traustur Athygli vekur að svissneski frankinn, sem er einn traustasti gjaldmiðil heims, er jafnframt sá sem sveiflast mest, en svissneski seðlabankinn þurfti að grípa til þess ráðs að setja hámark á verð frankans svo hann yrði ekki of sterkur. "Hann er eiginlega lentur í þeirri skrítnu stöðu að vera í svo miklu uppáhaldi hjá þeim spákaupmönnum og fjárfestum sem eru að forða sér úr áhættusamari myntum, að hann geldur fyrir það," segir Jón Bjarki. "Þegar áhættufælni eykst glímir hann við stöðugt innflæði fjármagns og verður svissneska hagkerfinu fjötur um fót, því gengið styrkist og samkeppnishæfni hagkerfisins laskast." Er þá boðskapurinn sá að vera með traustan gjaldmiðil, en ekki of traustan? "Ég held að það megi segja í þessu eins og mörgu öðru að meðalhófið er best," segir Jón að lokum.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira