Handbolti

Íslenska vörnin fékk ekki á sig meira en 26 mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska vörnin var sterk í riðlakeppninni.
Íslenska vörnin var sterk í riðlakeppninni. Mynd/Valli
Íslenska handboltalandsliðið hefur unnið fimm fyrstu leiki sína á HM í handbolta í Svíþjóð og þar hefur frábær vörn og markvarsla haft mikið að segja. Íslenska liðið fékk á sig 23,8 mörk að meðaltali í leikjunum fimm en þó aldrei meira en 26 mörk í einum leik.

Íslenska vörnin er í 8. sæti á listanum yfir fæst mörk fengin á sig í riðlakeppninni en hoppar upp í 3. sæti þegar aðeins eru teknir með leikir sem fylgja liðunum inn í milliriðilinn. Ísland fékk á sig 26 mörk á móti Ungverjum og 22 mörk á móti Noregi og er það lið í okkar milliriðli sem fékk á sig fæst mörk á móti liðum sem komust áfram.

Frakkar og Króatar eru í efstu sætunum yfir mörk fengin á sig en þar munar mikið um yfirburðarsigra þeirra á lélegustu liðunum í þeirra riðlum. Frakkar héldu mótherjum sínum þrisvar sinnum undir 20 mörkum en Króatar héldu bæði Alsír og Ástralíu í 15 mörkum.

Það voru aðeins Argentínumenn sem slógu íslenska liðinu við með því að fá aldrei á sig meira en 25 mörk. Ísland og Alsír fengu aldrei á sig meira en 26 mörk í riðlakeppninni.



Tölfræði úr riðlakeppninni:


Fæst mörk á sig í leik

1. Frakkland 106 - 21,2

2. Króatía 109 - 21,8

2. Alsír 109 - 21,8

4. Spánn 110 - 22,0

5. Svíþjóð 112 - 22,4

6. Argentína 114 - 22,8

7. Danmörk 117 - 23,4

8. Ísland 119 - 23,8

9. Rúmenía 123 - 24,6

10. Þýskaland 125 - 25,0

Fæst mörk á sig í leik á móti liðum sem komust áfram:

1. Argentína 46 - 23,0

2. Pólland 47 - 23,5

3. Ísland 48 - 24,0

3. Svíþjóð 48 - 24,0

5. Frakkland 51 - 25,5

6. Spánn 52 - 26,0

7. Noregur 55 - 27,5

7. Ungverjaland 55 - 27,5

9. Danmörk 56 - 28,0

9. Þýskland 56 - 28.0

Fæst flest mörk á sig í einum leik:

1. Argentína 25 (á móti Suður-Kóreu)

2. Ísland 26 (á móti Ungverjalandi og Brasilíu)

2. Alsír 26 (á móti Danmörku og Króatíu)

4. Svíþjóð 27 (á móti Argentínu)

5. Spánn 28 (á móti Frakklandi)

5. Frakkland 28 (á móti Spáni)

7. Noregur 29 (á móti Íslandi)

8. Danmörk 30 (á móti Rúmeníu)

8. Þýskaland 30 (á móti Frakklandi)

8. Suður-Korea 30 (á móti Svíþjóð)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×