Viðskipti innlent

Magnúsi og Kevin gert að greiða 240 milljónir hvor um sig

Magnús Ármann.
Magnús Ármann.

Félagið Materia Invest, sem var í eigu Magnúsar Ármanns og Kevins Gerald Stanford, er gert að greiða Arion banka 6,3 milljarða samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. Þá er Kevin og Magnúsi gert að greiða hvor um sig 240 milljónir króna.

Ágreiningur í málinu snérist um lánssamning sem Kaupþing banki hf. og stefndi, Materia Invest, gerðu með sér í nóvember 2005. Samkvæmt lánssamningnum veitti Kaupþing Materia Invest lán upp á rúma fjóra miljarða. Þá laut ágreiningur jafnframt að samningum um sjálfskuldarábyrgð Magnúsar Ármann og Kevins Stanford.

Þeim er að auki gert að greiða málskostnað upp á eina og hálfa milljón króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×