Viðskipti innlent

HS skilaði 35 milljónum í tekjuafgang

Reykjanesbær.
Reykjanesbær.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var á árinu 2010 gert að spara um 86,5 milljónir. Það tókst og gott betur með samstilltu átaki starfsmanna því samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu er 35 milljóna tekjuafgangur, sem er tæplega 2% af heildarveltu síðasta árs samkvæmt tilkynningu.

Heildarvelta ársins 2010 var 1.852 milljónir og þar af nam rekstrarframlag ríkisins 1.713 milljónum eða 92,5%.

Stærsti kostnaðarliðurinn var sem fyrr launakostnaður. Hann nam á árinu 1.389 milljónum, sem er um 47 milljónum lægri upphæð en árið 2009.

Annar rekstrarkostnaður nam um 407 milljónum og lækkaði um 56 milljónir frá árinu 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×