Íhuga gjaldþrot einstakra ríkja í Bandaríkjunum 21. janúar 2011 09:59 Þingmenn í Bandaríkjunum vinna nú bakvið tjöldin að leiðum til þess að einstaka ríki innan landsins geti orðið gjaldþrota. Ætlunin er að með því að lýsa yfir gjaldþroti geti ríkin sloppið við óviðráðanlegar skuldir þar á meðal eftirlaun sem þau hafa skuldbundið sig til að greiða opinberum starfsmönnum. Fjallað er um málið í New York Times. Þar segir að samkvæmt núverandi löggjöf Bandaríkjanna geta einstök ríki ekki lýst sig gjaldþrota eins og borgir í landinu hafa möguleika á. Breytingar á þeirri löggjöf eru nú til umræðu meðal þingmanna og hafa þeir leitað álits hjá lögmönnum sem sérhæft hafa sig í gjaldþrotamálum. New York Times segir að mikil leyndi hvíli yfir þessum vangaveltum og enn hafi ekkert frumvarp um málið séð dagsins ljós. Hinsvegar hefur John Cornyn, öldungadeildarmaður Repúblikana í Texas beðið Ben Bernanke seðlabankastjóra landsins um fund um málið, mögulega í þessum mánuði. Fyrir utan erfiðleikana við að koma frumvarpi um þetta efni í gegnum báðar deildir bandaríkjaþings er óttast að bara umræðan um málið geti gert skuldastöðu ýmissa ríkja enn verri en hún er. Mikil umræða hefur verið um bágborið efnahagsástand hjá ýmsum ríkjum Bandaríkjanna. Þar hefur staða Kaliforníu borið hæst en eitt af síðustu verkum Arnold Schwartzenegger fyrrum ríkisstjóra var að lýsa yfir efnahagslegu neyðarástandi í ríkinu. Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þingmenn í Bandaríkjunum vinna nú bakvið tjöldin að leiðum til þess að einstaka ríki innan landsins geti orðið gjaldþrota. Ætlunin er að með því að lýsa yfir gjaldþroti geti ríkin sloppið við óviðráðanlegar skuldir þar á meðal eftirlaun sem þau hafa skuldbundið sig til að greiða opinberum starfsmönnum. Fjallað er um málið í New York Times. Þar segir að samkvæmt núverandi löggjöf Bandaríkjanna geta einstök ríki ekki lýst sig gjaldþrota eins og borgir í landinu hafa möguleika á. Breytingar á þeirri löggjöf eru nú til umræðu meðal þingmanna og hafa þeir leitað álits hjá lögmönnum sem sérhæft hafa sig í gjaldþrotamálum. New York Times segir að mikil leyndi hvíli yfir þessum vangaveltum og enn hafi ekkert frumvarp um málið séð dagsins ljós. Hinsvegar hefur John Cornyn, öldungadeildarmaður Repúblikana í Texas beðið Ben Bernanke seðlabankastjóra landsins um fund um málið, mögulega í þessum mánuði. Fyrir utan erfiðleikana við að koma frumvarpi um þetta efni í gegnum báðar deildir bandaríkjaþings er óttast að bara umræðan um málið geti gert skuldastöðu ýmissa ríkja enn verri en hún er. Mikil umræða hefur verið um bágborið efnahagsástand hjá ýmsum ríkjum Bandaríkjanna. Þar hefur staða Kaliforníu borið hæst en eitt af síðustu verkum Arnold Schwartzenegger fyrrum ríkisstjóra var að lýsa yfir efnahagslegu neyðarástandi í ríkinu.
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent