Viðskipti innlent

Stjórn Sjóvá segir rekstur traustan

Sjóvá. Stjórn segir viðskiptavini hafa ekkert að óttast.
Sjóvá. Stjórn segir viðskiptavini hafa ekkert að óttast.

Í yfirlýsingu frá stjórn Sjóvá segir að rekstur fyrirtækisins sé traustur og félagið upfylli skilyrði um fjárhagslegan styrk. Sjóvá sé fjárhagslega í stakk búið til að mæta öllum skuldbindingum gagnvart viðskiptavinum sínum.

"Viðskiptavinir Sjóvár hafa enga ástæðu til að óttast um stöðu sína og þá tryggingavernd sem félagið bíður þeim. Fjárhagsstaða félagsins er traust og gerir því kleift að standa fyllilega við allar skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum óháð því hver niðurstaða ESA verður. Sjóvá lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins og uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til félagsins," segir í yfirlýsingunni.

Þar segir jafnframt:

"Það mál sem bíður úrskurðar ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna málefna Sjóvár, snýst um það hvort stjórnvöld gátu tekið ákvörðun um að leggja nýju félagi, með sama nafni en með vátryggingastofni gamla félagsins, til fjármagn og hvort sú ákvörðun hafi verið tekin á réttmætan hátt. Niðurstaða liggur ekki fyrir.

Stjórnvöld hafa fært mjög sannfærandi rök fyrir ákvörðun sinni, enda talið hana mun betri kost en láta félagið fara í þrot."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×