Viðskipti innlent

Velta á gjaldeyrismarkaði tók stökk í desember

Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri tók mikið stökk í desembermánuði s.l. Nam veltan rúmlega 27.4 milljörðum kr., sem er rúmlega 24.7 milljarða kr. meiri velta en í nóvembermánuði.

Í hagtölum Seðlabankans kemur fram að þar af námu gjaldeyriskaup Seðlabankans 25.5 milljörðum kr.

Bankinn tilkynnti í vikunni að hann hefði gert samninga við fjármálafyrirtæki um að kaupa af þeim gjaldeyri fyrir 72,5 milljarða kr.á næstu árum og skýrir það þessa miklu aukningu en þriðjungur þessarar upphæðar kom í hús í desember.

Gengi krónunnar styrktist um 0,4% gagnvart evru í mánuðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×