Handbolti

Wilbek: Mikkel Hansen er orðinn stórstjarna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikkel Hansen.
Mikkel Hansen. Mynd/AFP
Danir búast við miklu af Mikkel Hansen á HM í Svíþjóð en þessi stórskytta hefur farið á kostum með AG Kaupamannahöfn í vetur og er að mörgum talinn vera einn besti handboltamaður í heimi.

„Mikkel Hansen er pottþétt orðin stórsjarna í handboltaheiminum. Hann er frábær skotmaður," sagði landsliðsþjálfarinn Ulrik Wilbek við DR Sporten.

„Við megum þó ekki treysta algjörlega á Mikkel Hansen. Okkar leikur verður að vera þannig að það Mikkel taki skot á réttum tíma og innan okkar spils," sagði Wilbek.

Mikkel Hansen er 23 ára gamall og hefur spilað með danska landsliðinu frá árinu 2007. Hann gerir sjálfur lítið úr því að vera kallaður stórstjarna. Hann kom aftur heim til Danmerkur fyrir þetta tímabil eftir að hafa spilað í tvö ár með Barcelona á Spáni.

„Ég geri mér grein fyrir því að ég er kominn með stærra hlutverk í landsliðinu. Ég vil þó ekki segja að ég sér orðin einhver súperstjarna. Við erum með marga góða leikmenn sem spila með stórum erlendum klúbbum og það eru því margir leikmenn í mikilvægum hlutverkum í okkar liði," sagði Mikkel Hansen við DR Sporten.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×