Viðskipti innlent

Sveitarfélögin skulda 45 milljarða í lífeyrisskuldbindingar

Áfallnar lífeyrisskuldindinngar sveitarfélaganna vegna lokaðra sjóða nema nú um 45 milljörðum króna.

Þetta kom fram í erindi Benedikts Valssonar hagfræðings Samtaka íslenskra sveitarfélaga á fjármálaráðstefnu samtakanna í síðustu viku. Þessum lífeyrissjóðum starfsmanna sveitarfélaganna var lokað á sama tíma og B-deild Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna í lok síðustu aldar. Þeir sem voru þá meðlimir héldu áfram öllum réttindum sínum.

Lífslíkur þessara sjóðsfélaga hafa síðan stöðugt batnað eins og hjá þjóðinni almennt . Benedikt segir að fyrir hvert ár sem lífslíkurnar batni að meðaltali kosti það sveitarfélögin um tvo og hálfan milljarð króna aukalega.

Benedikt segir að forráðamenn sveitarfélaganna verði að fara að bregðast við þessari stöðu. Og þá verði þeir að horfa lengra fram í tímann en bara yfirstandandi kjörtímabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×