Viðskipti innlent

Alcoa gæti átt 300 milljóna endurkröfu á Landsvirkjun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Mynd/ Anton.
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Mynd/ Anton.
Alcoa gæti átt um 600 milljóna endurkröfu á Landsvirkjun og Landsnet, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Um er að ræða kostnað vegna undirbúnings að uppbyggingu álvers á Bakka. Alcoa tilkynnti í dag að hætt hefði verið við byggingu álversins vegna mikill rafmagnskostnaðar.

„Hjá Landsvirkjun er það eitthvað um 300 milljónir," sagði Hörður í samtali við Kastljós í kvöld. Aðspurður sagði hann að upphæðin gæti verið eitthvað svipuð hjá Landsneti.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Tómas Sigurðsson, forstjóri Alcoa, að fyrirtækið hafi lagt á annan milljarð króna í undirbúning að byggingu virkjunarinnar. Spurður hvort félagið telji sig eiga endurkröfurétt á þeim fjármunum eða líti á þá sem tapað fé svaraði Tómas: „Það höfum við ekkert skoðað í dag."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×