Viðskipti innlent

Sigsteinn kaupir í Marel

Sigsteinn, sem hér sést til hægri á myndinni, starfar náið með forstjóra Marel, Theo Hoen, sem hér er með honum á myndinni.
Sigsteinn, sem hér sést til hægri á myndinni, starfar náið með forstjóra Marel, Theo Hoen, sem hér er með honum á myndinni.
Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel, hefur innleyst kauprétt og keypt 200 þúsund hluti í Marel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel.

Viðskiptin fara fram á genginu 92 krónur á hlut sem jafngilda því að hann kaupi bréfin á 18 milljónir króna.

Hlutabréf Marel standa í 120 krónum á hlut, samkvæmt gengi á markaði, og jafngilda kaup Sigsteins því að hann fái bréfin með sex milljóna afslætti miðað við markaðsverð.

Sigsteinn átti fyrir 25 þúsund hluti í Marel en hann á rétt á því að kaupa eina milljón hluta, samkvæmt samþykktum félagsins. Kaupin nú jafngilda því að hann hafi innleyst um fimmtung af kauprétti sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×