Viðskipti innlent

365 á þriðjungshlut í Birtíngi

Hreinn Loftsson er einnig eigandi í Hjálmi.
Hreinn Loftsson er einnig eigandi í Hjálmi. Mynd/Vilhelm
Fjölmiðlafyrirtækið 365 eignaðist í janúar 47 prósenta hlut í Hjálmi, móðurfélagi tímaritaútgáfunnar Birtíngs. 365 á nú 30 prósent í Birtíngi í gegnum Hjálm. Viðskiptablaðið greindi frá þessu í gærkvöldi.

Ari Edwald, forstjóri 365, segir viðskiptin hafa snúist um að breyta kröfu sem 365 átti á Hjálm í hlutafé í þeirri von að fá meira út úr henni þannig. Þau hafi ekki snúist um Birtíng eða starfsemi þess félags og ekkert samstarf á fjölmiðlamarkaði sé í kortunum, enda hafi menn á þeim tíma gert ráð fyrir að Birtíngur yrði seldur út úr Hjálmi innan tíðar.

Spurður hvers vegna ekki var greint frá viðskiptunum á sínum tíma segir Ari: „Ég leit einfaldlega ekki á þetta sem stórt eða fréttnæmt mál.“ -sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×