Dr. Doom spáir djúpri niðursveiflu árið 2013 7. júlí 2011 09:20 Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur dr. Doom, spáir því að efnahagskerfi heimsins muni taka mjög djúpa niðursveiflu árið 2013. Sem stendur séu stærstu hagkerfi heimsins eins og Bandaríkin og Evrópusambandið, aðeins að velta vandanum á undan sér. Þessi frestun rekist síðan á vegg árið 2013 og afleiðingarnar verða sársaukafullar. Vandinn sem Roubini ræðir um hér eru gífurlegar skuldir, einkum hins opinbera beggja vegna Atlantshafsins. Þá sé hagkerfi Kína einnig að ofhitna og muni enda í slæmri brotlendingu. Roubini fékk viðurnefni sitt eftir að hann spáði rétt fyrir um upphaf fjármálakreppunnar árið 2008. Í viðtali á CNBC sjónvarpsstöðinni segir Roubini hvað Bandaríkin varðar að þegar stjórnvöld þar neyðist loksins til að taka á opinberum skuldum landsins með niðurskurði, skattahækkunum og aðhaldsaðgerðum muni það setja veikan efnahagsbata landsins úr skorðum. Afleiðingin verður áframhaldandi mikið atvinnuleysi sem svo aftur dregur úr neyslu sem síðan dregur enn meir úr hagvextinum. Hvað Kína varðar segir Roubini að landið verði að bregðast við vaxandi verðbólgu með aðgerðum sem draga úr hagvextinum og þar með mun eftirspurn eftir innfluttum vörum minnka þarlendis. Í þessu sambandi má nefna að seðlabanki Kína hefur hækkað stýrivexti sína sex sinnum frá því í október á síðasta ári til að reyna að halda aftur af verðbólgunni í landinu. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur dr. Doom, spáir því að efnahagskerfi heimsins muni taka mjög djúpa niðursveiflu árið 2013. Sem stendur séu stærstu hagkerfi heimsins eins og Bandaríkin og Evrópusambandið, aðeins að velta vandanum á undan sér. Þessi frestun rekist síðan á vegg árið 2013 og afleiðingarnar verða sársaukafullar. Vandinn sem Roubini ræðir um hér eru gífurlegar skuldir, einkum hins opinbera beggja vegna Atlantshafsins. Þá sé hagkerfi Kína einnig að ofhitna og muni enda í slæmri brotlendingu. Roubini fékk viðurnefni sitt eftir að hann spáði rétt fyrir um upphaf fjármálakreppunnar árið 2008. Í viðtali á CNBC sjónvarpsstöðinni segir Roubini hvað Bandaríkin varðar að þegar stjórnvöld þar neyðist loksins til að taka á opinberum skuldum landsins með niðurskurði, skattahækkunum og aðhaldsaðgerðum muni það setja veikan efnahagsbata landsins úr skorðum. Afleiðingin verður áframhaldandi mikið atvinnuleysi sem svo aftur dregur úr neyslu sem síðan dregur enn meir úr hagvextinum. Hvað Kína varðar segir Roubini að landið verði að bregðast við vaxandi verðbólgu með aðgerðum sem draga úr hagvextinum og þar með mun eftirspurn eftir innfluttum vörum minnka þarlendis. Í þessu sambandi má nefna að seðlabanki Kína hefur hækkað stýrivexti sína sex sinnum frá því í október á síðasta ári til að reyna að halda aftur af verðbólgunni í landinu.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira