Viðskipti innlent

Björn Stefán ráðinn byggingarfulltrúi Reykjavíkur

Björn Stefán Hallsson arkitekt hefur verið ráðinn byggingarfulltrúi Reykjavíkur.

Í tilkynningu segir að Björn lauk arkitektanámi frá Leicester Polytechnic School of Arcitecture á Englandi á árinu 1978 og hefur langa reynslu af stjórnun viðamikilla framkvæmda. Hann stofnaði arkitektastofu með öðrum í Chicago fyrir tveimur áratugum og hefur starfað um allan heim á hennar vegum. Björn hefur hlotið viðurkenningar fyrir verk sín og haldið fyrirlestra og sýningar víða um heim.

Alls sóttu um fjórtán manns um stöðu byggingarfulltrúa og sá Intellecta ehf. um ráðgjöf og úrvinnslu umsókna.

Byggingarfulltrúi Reykjavíkur starfar innan Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavikurborgar. Hann sér um að lögum um mannvirki nr. 160/2010 og öðrum lögum og reglugerðum er snúa að byggingaframkvæmdum í borginni sé framfylgt. Þá ber hann ábyrgð á skráningu mannvirkja, eftirliti með viðhaldi, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til borgarbúa.  Hlutverk Björns Stefáns Hallssonar verður m.a. að leiða stefnumótun og framtíðaruppbyggingu embættisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×