Viðskipti innlent

Tvö þúsund sagt upp frá hruni - 80% konur

„Þetta er reiðarslag," segir Friðbert Traustason, stjórnarformaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SFF), um uppsagnir Íslandsbanka á 42 starfsmönnum bankans, sem tilkynnt var um í dag. Uppsagnirnar eru liður í hagræðingu innan bankans eftir að bankinn keypti og sameinaðist Byr.

Friðbert segir að nú hafi tæplega 2.000 starfsmönnum verið sagt upp í bönkum hér á landi frá því um mitt ár 2008. „Þar af eru um 80% konur," segir Friðbert. "Það er líklega þvert á tilfinningu margra, og einnig stefnu stjórnvalda." Það þýðir að um 1.600 konur hafa misst vinnuna í þeim hremmingum sem fjármálageirinn hefur gengið í gegnum, og 400 karlar.

Friðbert segir að SSF mun aðstoða alla þá sem sagt var upp eftir fremsta megni, en samtökin voru upplýst um hvað stæði til, áður en tilkynnt var um uppsagnirnar.


Tengdar fréttir

Íslandsbanki segir upp 42 starfsmönnum

Í dag réðst Íslandsbanki í hagræðingaraðgerðir í kjölfar sameiningar Íslandsbanka og Byrs og var 42 starfsmönnum sagt upp störfum, 26 konum og 16 körlum, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka. „Aðgerðirnar eru hluti af almennri hagræðingu í íslenska fjármálakerfinu og eru mikilvægar í ljósi aukins eftirlitskostnaðar og vaxandi opinberrar gjaldtöku á fjármálafyrirtæki,“ segir í tilkynningu frá Íslandsbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×