Viðskipti innlent

Seldi 10% í Apple fyrir 800 dollara

Undirritanir Jobs, Wozniak og Wayne.
Undirritanir Jobs, Wozniak og Wayne. mynd/Sotheby's
Árið 1976 vildi Ronald Wayne, einn af stofnendum tölvurisans Apple, losa sig við sinn hlut í fyrirtækinu. Hann fékk því meðeigendur sína til að kaupa sig út úr fyrirtækinu.

Vegna slæmrar fjárhagslegrar stöðu vildi Wayne selja sinn hlut í fyrirtækinu. Job og Wozniak keyptu hlut Waynes fyrir 800 dollara. Hefði Wayne haldið í sinn hlut í fyrirtækinu væri hann nú 35 milljörðum dollurum ríkari.

Wayne var mun eldri en starfsbræður hans hjá Apple. Í nýlegri ævisögu Steve Jobs kemur fram að Wayne hafi verið föðurímynd fyrir Jobs.

Wayne segist ekki sjá eftir ákvörðun sinni. Hann telur ákvörðun sína hafa verið rétta.

Í viðtali á sjónvarpsstöðinni Bloomberg News segir Wayne að Jobs að Wozniak hafi verið með eindæmum snjallir piltar og að metnaður þeirra hafi verið ótrúlegur. Þeir hafi þó haft lítið vit á viðskiptum og hann hafi þurft að leiðbeina þeim þegar kom til ákvarðanna um fjárhag fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×