Viðskipti innlent

Express flýgur til tveggja flugvalla í Lundúnum

JHH skrifar
Iceland Express mun fljúga til tveggja flugvalla í London næsta sumar. Auk daglegs flugs til Gatwick flugvallar verður nú á nýjan leik flogið til Stansted flugvallar, sem var aðalflugvöllur félagsins í London fram í maí 2009.

Flugið til Stansted hefst í byrjun júní og fyrst um sinn er ákveðið að fljúga þangað einu sinni í viku, síðdegis á miðvikudögum. Ef aðstæður kalla eftir því verður flug þangað aukið. Með þessu nær Iceland Express að þjóna stærra markaðssvæði við London.

Samkeppni í flugi milli London og Keflavíkur hefur aldrei verið meiri en hún verður næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×