Viðskipti innlent

Leyniskýrsla Seðlabankans: Staðan ekki betri í áratugi

Það sem kölluð hefur verið leyniskýrsla Seðlabankans á Alþingi sýnir að erlend skuldastaða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri í áratugi. Þetta gengur þvert á það sem Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar gaf í skyn í ræðustól á Alþingi í gærdag.

Skýrslan sem birt hefur verið á vefsíðu Seðlabankans er höfundarmerkt grein í ritröðinni Efnahagsmál eftir 8 hagfræðinga sem flestir starfa í Seðlabankanum.

Niðurstöðurnar eru í meginatriðum þær að hin dulda staða þjóðarbúsins verði að líkindum betri, þegar öll kurl koma til grafar, en hún hefur verið í áratugi, eða sem nemur fjórðungi af landsframleiðslu.

Hrein staða við útlönd sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, þ.e. undirliggjandi staða miðað við reiknað uppgjör úr þrotabúunum en án Actavis er metin á 23% af landsframleiðslu árið 2010, 18% árið 2011, 14% árið 2012 og 12% árið 2013.

Ástæða þess að Actavis er tekið út úr jöfnunni er einfaldlega sú að fyrirtækið er komið nær alfarið í eigu Deutsche Bank eins og fram kom í fréttum á síðasta ári. Þar detta því út um 800 milljarðar kr. af erlendum skuldum þjóðarbúsins.

Á móti kemur að erlendar eignir Actavis detta einnig út. Ekki er gott að spá i hve miklar þær eru. Hinsvegar kom fram í fréttum miðla á borð við Reuters og Bloomberg í fyrra að markaðsvirði Actavis gæti verið um 3,5 milljarðar evra eða um 550 milljarðar kr. Nettóstaðan ætti því að batna um 250 milljarða kr. eða um 15% af landsframleiðslu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×