Viðskipti innlent

Íhuga að skrá hlutabréfin í annarri kauphöll

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgólfur Jóhannsson kynnir ársreikninginn. Mynd/ Vilhelm.
Björgólfur Jóhannsson kynnir ársreikninginn. Mynd/ Vilhelm.
Stjórn Icelandair Group hf. hefur ákveðið að kanna þann möguleika að skrá hlutabréf fyrirtækisins í annarri kauphöll á Norðurlöndunum, til viðbótar núverandi skráningu á Nasdaq OMX Iceland hf. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hefur verið send Kauphöllinni á Íslandi.

Ársreikningur Icelandair Group fyrir síðasta ár var kynntur í dag. Í ársreikningnum kemur fram að hagnaður eftir skatta fyrir síðasta ár var 4,6 milljarðar króna en tap eftir skatta nam 10,7 milljörðum króna árið á undan.

Heildarvelta var 88,0 milljarðar króna allt árið í fyrra og jókst um 10% á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×