Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálagið ekki lægra síðan sumarið 2008

Skuldatryggingaálag Íslands stendur nú í 241 punkti og hefur ekki verið lægra síðan um sumarið 2008. Þetta kemur fram á vefsíðunni keldan.is sem aftur sækir sínar upplýsingar til Bloomberg/CMA gagnaveitunnar.

Álagið hefur snarlækkað frá áramótum en það stóð hæst í 366 punktum í janúar eftir áramótin. Og ef litið er til síðustu tveggja ára fór álagið hæst í tæpa 700 punkta eftir áramótin í fyrra. Það gerðist eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands vísaði þáverandi Icesave samkomulagi til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samkvæmt Markit iTraxx vísitölunni er íslenska álagið aftur komið undir skuldatryggingaálag Spánar sem stendur í 243 punktum í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×