Viðskipti innlent

Velta kreditkorta jókst um 7,4% milli mánaða

Heildarvelta kreditkorta í janúar s.l. var 28,4 milljarðar kr. og er þetta 0,1% aukning miðað við janúar 2010 en 7,4% aukning miðað við desember í fyrra.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir hinsvegar að debetkortavelta dróst verulega saman milli mánaðanna. Heildarvelta debetkorta í janúar 2011 var 25,7 milljarða kr. og er þetta 1,7% samdráttur miðað við janúar í fyrra en 36% samdráttur miðað við desember s.l.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×