Viðskipti innlent

Saga flytur suður til borgarinnar

Saga Fjárfestingarbanki mun flytja höfuðstöðvar sínar frá Hafnarstræti 53 á Akureyri að Höfðatorgi í Reykjavík frá og með 1. júlí nk.

Þetta kemur fram á vefsíðu bankans. Þar segir að höfuðstöðvar bankans hafa frá upphafi verið á Akureyri og stærstur hluti starfseminnar farið fram þar, en undanfarið ár hefur sífellt aukinn hluti starfseminnar færst til Reykjavíkur. Er nú svo komið að fleiri starfsmenn bankans hafa aðsetur í Reykjavík en á Akureyri, þannig að flutningur höfuðstöðvanna er eðlilegt skref og í takt við þá þróun.

Starfsstöð bankans á Akureyri verður lokað á haustmánuðum.

Þá segir að bankinn muni áfram halda góðum tengslum við Akureyri og nærsveitir og vinna með fjölmörgum viðskiptavinum bankans sem staðsettir eru á Norðurlandi, ásamt því að styðja við áframhaldandi uppgang verðbréfafyrirtækisins T Plús á Akureyri, sem bankinn stofnaði ásamt Íslenskum verðbréfum og Stapa lífeyrissjóði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×