Viðskipti innlent

Skuldsetning Sandgerðis nemur 5,5 milljörðum

Skuldir og skuldbindingar Sandgerðisbæjar eru samtals 5.415 milljónir króna að meðtöldum leiguskuldbindingum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Segir einnig að skuldsetning sveitarfélagsins sé mikil og vinna þurfi frekar að hagræðingu í rekstri og öðru.

Í ársreikningnum bæjarins fyrir síðasta ár kemur þó fram að rekstrarniðurstaða bæjarins sé skárri en áætlað var. Útsvarstekjur eru þó um fimm prósentum minni en gert var ráð fyrir og segir í tilkynningunni að það skýrist af fækkun íbúa og lækkandi tekjum. - þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×