Viðskipti innlent

Nýr mannauðsstjóri hjá Skýrr

Ægir Már Þórisson hefur verið ráðinn forstöðumaður mannauðssviðs Skýrr og þegar tekið til starfa. Eins og fram kemur í tilkynningu frá Skýrr kemur Ægir Már kemur til fyrirtækisins frá Capacent þar sem hann hefur starfað frá árinu 2001, sem ráðgjafi, mannauðsstjóri árin 2005-2009 og framkvæmdastjóri ráðgjafar undanfarin tvö ár.

„Ægir Már er með B.A. í sálfræði og Cand.Psych í vinnusálfræði frá Háskóla Íslands. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Áhersla hans í ráðgjöf hjá Capacent snerist einkum um málefni sem tengjast mannauðsmálum, svo sem frammistöðumat, starfsmannaval og fyrirtækjamenningu.

Skýrr er stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins með tæplega 1.100 starfsmenn í fjórum löndum. Skýrr veitir atvinnulífinu heildarþjónustu í hugbúnaðarlausnum, vélbúnaði og rekstrarþjónustu. Viðskiptavinir Skýrr á fyrirtækjamarkaði eru yfir 10 þúsund talsins og fyrirtækið hefur um þriðjungs markaðshlutdeild á neytendamarkaði.

Meðal samstarfsaðila Skýrr í þekkingariðnaði eru alþjóðlegu upplýsingatæknirisarnir Dell, EMC, Microsoft, Oracle, SAP BusinessObjects og VeriSign.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×