Viðskipti innlent

Um þúsund sóttu um Landsbankastyrki

Sextán námsmenn fengu í dag úthlutað námsstyrk frá Landsbankanum en styrkirnir eru nú veittir í 22. sinn. Aldrei hafa borist eins margar umsóknir og í ár eða rétt um 1000 umsóknir bárust um styrkina, sem eru á bilinu 200 – 400 þúsund krónur.

Í tilkynningu segir að í ár var ákveðið að fjölga og hækka námsstyrkina. Námsstyrkir Landsbankans nema rúmlega fimm milljónum króna, sem eru hæstu styrkveitingar banka af þessu tagi á Íslandi. Veittir eru styrkir í fjórum flokkum; til framhaldsskóla- og iðnnema, háskólanema, háskólanema á framhaldsstigi og listnema. Landsbankinn er eini bankinn sem veitir sérstaka listnámsstyrki.

Dómnefndin leitaðist við að velja framúrskarandi námsmenn með mikinn metnað og framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni.  Einnig var litið til annarra atriða við valið svo sem rannsókna og greinaskrifa, meðmæla, sjálfboðastarfa, afreka í íþróttum og þátttöku í félagsmálum svo nokkuð sé nefnt.

Styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms - 200.000 kr. hver

Agnes Eva Þórarinsdóttir

Eva Dögg Hrundardóttir

Marta Sigrún Jóhannsdóttir

Ólöf Sunna Gautadóttir

Styrkir til háskólanáms - 350.000 kr. hver

Eyjólfur Guðmundsson

Guðmundur Bragi Árnason

Helga Kristín Ólafsdóttir

Sigurrós Jónsdóttir

Styrkir til háskólanáms á framhaldsstigi - 400.000 kr. hver

Arna Varðardóttir

Nanna Einarsdóttir

Sigríður Þóra Eiðsdóttir

Sverrir Ingi Gunnarsson

Styrkir til listnáms - 400.000 kr. hver

Andri Björn Róbertsson

Erna Einarsdóttir

Hlynur Pálmason

Þórunn Árnadóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×