Viðskipti innlent

Krugman segir mögulegt að læra af Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Paul Krugman segir að hægt sé að læra af viðbrögðum Íslendinga.
Paul Krugman segir að hægt sé að læra af viðbrögðum Íslendinga.
Þau vandræði sem Ísland komst í við efnahagshrunið gerði stjórnvöldum ókleyft að grípa til hefðbundinna meðala, segir Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði á bloggsíðu sinni. Öll önnur ríki ábyrgðust skuldir bankanna og létu almenning borga brúsann.

Íslendingar hafi hins vegar leyft bönkunum að fara á hausinn og eflt samfélagslegt öryggisnet. Á meðan allir hafi verið uppteknir af því að róa alþjóðlega fjárfesta hafi Ísland sett á gjaldeyrishöft til að leyfa hagkerfinu að aðlagast.

Krugman segir að með þessu hafi tekist að takmarka atvinnuleysið og hlúa að þeim sem stóðu höllustum fæti. Aðrar þjóðir geti lært af þessu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×