Spáir hægfara styrkingu á krónunni á næstunni 2. desember 2011 09:49 Greining Íslandsbanka spáir því að gengi krónunnar muni styrkjast hægt eftir að árstíðabundin niðursveifla þess í vetur er yfirstaðin. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um gengisspánna. „Við reiknum með því að árstíðarsveifla valdi því að gengi krónunnar muni lækka eftir því sem líður á veturinn,“ segir í spánni. „Straumur gjaldeyris vegna erlendra ferðamanna hefur haft umtalsverð áhrif á gengisþróunina og reiknum við með því að svo verði áfram. Eftir því sem gjaldeyrismarkaðurinn verður virkari má hins vegar reikna með því að þessi áhrif fjari út. Undirliggjandi þróun gengis krónunnar þ.e. þegar árstíðarsveiflan hefur verið skilin frá er til styrkingar næstu misserin og árin.“ Þá segir að framundan sé hægfara hagvaxtartímabil þar sem dregur úr slakanum í hagkerfinu og það leitar í átt að jafnvægi. Eðlilegt er að það jafnvægi verði við skilyrði hærra raungengis. Reiknar greiningin með því að framhald verði á þessari þróun á næstunni. Spáir hún ríflega 2% hækkun nafngengis krónunnar á milli áranna 2011 og 2012 og tæplega 2% hækkun á milli áranna 2012 og 2013. „Afnám gjaldeyrishafta er einn stærsti óvissuþáttur gengisspárinnar. Reiknum við með því að ekki verði farið út í afnámið ef einhverjar líkur eru á því að það raski þeim stöðugleika sem náðst hefur á gjaldeyrismarkaði og tefli í hættu þeim ávinningi sem samstarf stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur skilað. Afnám haftanna verður að okkar mati hægfara ferill og mun ekki leiða til gengisfalls krónunnar,“ segir í Morgunkorninu. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Greining Íslandsbanka spáir því að gengi krónunnar muni styrkjast hægt eftir að árstíðabundin niðursveifla þess í vetur er yfirstaðin. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um gengisspánna. „Við reiknum með því að árstíðarsveifla valdi því að gengi krónunnar muni lækka eftir því sem líður á veturinn,“ segir í spánni. „Straumur gjaldeyris vegna erlendra ferðamanna hefur haft umtalsverð áhrif á gengisþróunina og reiknum við með því að svo verði áfram. Eftir því sem gjaldeyrismarkaðurinn verður virkari má hins vegar reikna með því að þessi áhrif fjari út. Undirliggjandi þróun gengis krónunnar þ.e. þegar árstíðarsveiflan hefur verið skilin frá er til styrkingar næstu misserin og árin.“ Þá segir að framundan sé hægfara hagvaxtartímabil þar sem dregur úr slakanum í hagkerfinu og það leitar í átt að jafnvægi. Eðlilegt er að það jafnvægi verði við skilyrði hærra raungengis. Reiknar greiningin með því að framhald verði á þessari þróun á næstunni. Spáir hún ríflega 2% hækkun nafngengis krónunnar á milli áranna 2011 og 2012 og tæplega 2% hækkun á milli áranna 2012 og 2013. „Afnám gjaldeyrishafta er einn stærsti óvissuþáttur gengisspárinnar. Reiknum við með því að ekki verði farið út í afnámið ef einhverjar líkur eru á því að það raski þeim stöðugleika sem náðst hefur á gjaldeyrismarkaði og tefli í hættu þeim ávinningi sem samstarf stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur skilað. Afnám haftanna verður að okkar mati hægfara ferill og mun ekki leiða til gengisfalls krónunnar,“ segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira