Viðskipti innlent

FT: Ísland á leið að verða alþjóðleg miðstöð fyrir netþjónabú

Viðskiptablaðið Financial Times segir að með nýjum sæstreng frá Bandaríkjunum um Ísland og til Írlands hafa vonir Íslands um að verða alþjóðleg miðstöð fyrir netþjónbú færst skrefinu nær raunveruleikanum.

Hinn nýi sæstrengur mun liggja frá New York um Ísland og Írland og þaðan áfram til London. Ísland sé kalt land og með nóg af grænni endurnýjanlegri orku sem þykir ákjósanleg til að knýja netþjónabú. Hinsvegar hafi landið skort háhraðatengingu eða burðargetu sem núverandi sæstrengir til og frá landinu hafi ekki til að bera.

Hinn nýi sæstengur sem Emerald Networks leggur mun verða sá öflugasti af þeim strengjum sem nú liggja yfir Norður Atlantshafið.


Tengdar fréttir

Nýr sæstrengur lagður milli Íslands og Írlands

Ísland og Írland ætla í sameiningu að standa á bakvið lagningu á nýjum sæstreng milli landanna. Sæstrengur þessi mun kosta um 36 milljarða króna og á hann að komast í gagnið árið 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×