Meðallækkun höfuðstóls 41% eftir endurútreikning 1. febrúar 2011 15:59 Landsbankinn er nú að ljúka endurútreikningi á erlendum íbúðalánum. Þetta á við þau lán sem falla undir lög um vexti og verðtryggingu frá því í desember á síðasta ári. Tæplega 2.800 lán koma til endurútreiknings hjá Landsbankanum. Lækkun höfuðstóls erlendra lána verður aldrei minni en 25% en meðallækkun höfuðstóls er 41%. Dæmi eru um, þegar greitt hefur verið af lánum samkvæmt upphaflegum skilmálum, að lækkun höfuðstóls geti orðið talsvert meiri eða allt að 70%. Viðskiptavinir Landsbankans með erlend lán, sem fá lán sín ekki endurútreiknuð samkvæmt lögum eða skilgreiningu bankans, geta sótt um endurútreikning á grundvelli greiðsluerfiðleika og er þeim þannig tryggður sambærilegur ávinningur og öðrum af lægri eftirstöðvum láns.85% lána komin í Einkabankann Landsbankinn birti endurútreikning tæplega 1500 erlendra lána í Einkabanka viðskiptavina 22. desember en nú hafa um 85% allra lána sem til endurútreiknings koma verið birt í Einkabankanum. Endurútreikningurinn er framkvæmdur miðað við lægstu verðtryggða og óverðtryggða vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum nýrra almennra útlána lánastofnana. Sú niðurstaða sem er lántaka hagstæðari myndar nýjan höfuðstól lánsins en til samanburðar eru báðar leiðir birtar í Einkabankanum.Hægt að staðfesta endurútreikning nú þegar Nú þegar gefst viðskiptavinum kostur á að staðfesta endurútreikninginn og velja um nýtt verðtryggt eða óverðtryggt lán í íslenskum krónum. Fylla þarf út viðauka við eldri lán og er hann aðgengilegur í Einkabanka viðskiptavinar en viðaukanum þarf að skila í næsta útibú. Einnig geta lántakar óskað eftir því að vera áfram með lán í erlendri mynt en óvissa er þó um fyrirkomulag á slíkum lánum, m.a. vegna þeirra gjaldeyrishafta sem í gildi eru.Breyting á greiðslubyrði Breyting úr gengistryggðu fasteignaláni í lán í íslenskum krónum getur haft í för með sér breytingar á greiðslubyrði þar sem vextir íslenskra lána eru almennt hærri en lána í erlendri mynt. Viðskiptavinum Landsbankans munu því standa til boða lausnir til að lækka greiðslubyrði eftir að endurútreikningur hefur farið fram. Meðal annars með breytingu lána í jafngreiðslulán og/eða með lengingu lánstíma. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Landsbankinn er nú að ljúka endurútreikningi á erlendum íbúðalánum. Þetta á við þau lán sem falla undir lög um vexti og verðtryggingu frá því í desember á síðasta ári. Tæplega 2.800 lán koma til endurútreiknings hjá Landsbankanum. Lækkun höfuðstóls erlendra lána verður aldrei minni en 25% en meðallækkun höfuðstóls er 41%. Dæmi eru um, þegar greitt hefur verið af lánum samkvæmt upphaflegum skilmálum, að lækkun höfuðstóls geti orðið talsvert meiri eða allt að 70%. Viðskiptavinir Landsbankans með erlend lán, sem fá lán sín ekki endurútreiknuð samkvæmt lögum eða skilgreiningu bankans, geta sótt um endurútreikning á grundvelli greiðsluerfiðleika og er þeim þannig tryggður sambærilegur ávinningur og öðrum af lægri eftirstöðvum láns.85% lána komin í Einkabankann Landsbankinn birti endurútreikning tæplega 1500 erlendra lána í Einkabanka viðskiptavina 22. desember en nú hafa um 85% allra lána sem til endurútreiknings koma verið birt í Einkabankanum. Endurútreikningurinn er framkvæmdur miðað við lægstu verðtryggða og óverðtryggða vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum nýrra almennra útlána lánastofnana. Sú niðurstaða sem er lántaka hagstæðari myndar nýjan höfuðstól lánsins en til samanburðar eru báðar leiðir birtar í Einkabankanum.Hægt að staðfesta endurútreikning nú þegar Nú þegar gefst viðskiptavinum kostur á að staðfesta endurútreikninginn og velja um nýtt verðtryggt eða óverðtryggt lán í íslenskum krónum. Fylla þarf út viðauka við eldri lán og er hann aðgengilegur í Einkabanka viðskiptavinar en viðaukanum þarf að skila í næsta útibú. Einnig geta lántakar óskað eftir því að vera áfram með lán í erlendri mynt en óvissa er þó um fyrirkomulag á slíkum lánum, m.a. vegna þeirra gjaldeyrishafta sem í gildi eru.Breyting á greiðslubyrði Breyting úr gengistryggðu fasteignaláni í lán í íslenskum krónum getur haft í för með sér breytingar á greiðslubyrði þar sem vextir íslenskra lána eru almennt hærri en lána í erlendri mynt. Viðskiptavinum Landsbankans munu því standa til boða lausnir til að lækka greiðslubyrði eftir að endurútreikningur hefur farið fram. Meðal annars með breytingu lána í jafngreiðslulán og/eða með lengingu lánstíma.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur