Viðskipti innlent

Afkoma ríkissjóðs 41 milljarði verri en áætlað var

Afkoma ríkissjóðs á síðasta ári var 41 milljarði króna verri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í ríkisreikningi fyrir árið sem birtur hefur verið á vefsíðu stjórnarráðsins.

Þar kemur fram að tekjujöfnuður ársins 2010 varð neikvæður um 123 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir að hann yrði neikvæður um 82 milljarða króna. Þessi tekjuhalli er um 26% af heildartekjum ársins og 8% af landsframleiðslu.

Tekjurnar voru nokkurn veginn í samræmi við áætlanir en gjöldin voru 42 milljörðum króna hærri. Viðbótarframlag til Íbúðalánasjóðs að upphæð 33 milljörðum króna sem ekki var gert ráð fyrir skýrir þetta frávik að stórum hluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×